"Skál fyrir kokkinum og fallegu vinkonunni okkar" hefði þetta hljóðað upp á íslenskuna þegar pólsku vinnufélagarnir mínir voru að fá sér skot eftir matinn....
Lenti óvart í matarboði hjá pólsku strákunum mínum á laugardagskvöldið þegar ég fór að kíkja á sjúklinginn og svo var spjallað, hlegið, sungið og dansað fram eftir kvöldi.
Sjúklingurinn var bara veikur og lá fyrir en hinir strákarnir skelltu upp veislu á 10 mínútum fyrst ég var komin og myndarlegi vinurinn minn eldaði 2 fiskirétti og 2 kjötrétti á nokkrum mínútum en tæmdi líka ísskápinn um leið.
Strákarnir fá ekki oft heimsókn til sín og þetta held ég að hafi bara alveg bjargað vikunni hjá þeim enda slógust þeir um að fá að stjana við mig milli skota og sýna mér myndir af fjölskyldunum og bara spjalla um daginn og veginn.
Eftir því sem leið á kvöldið urðu þeir líka opnari og hressari og lögðu meira og meira í að sýna hvað þeir eru orðnir færir upp á íslenskuna og hversu miklir dansherrar þeir væru og fékk ég ansi marga snúningana inni á miðju gólfi hjá þeim þó ég væri ekki að drekka með þeim.
Í þynnkunni þeirra í gær ætluðu þeir líka að kalla á myndarlega manninn og fá hann til að elda handa mér aftur en ég afþakkaði það enda rétt að kíkja í 5 mínútur á sjúklinginn áður en ég dreif mig á stefnumót við ungann mann.
Sjúklingurinn var nokkuð brattur bara en bað mig þó að kíkja aftur á sig í dag og ég samþykkti að koma aftur í hádeginu.
Í dag mætti mér svo agaleg sjón. Löppin á honum orðin tvöföld og roðinn búinn að aukast á ný auk þess sem það var farið að grafa verulega í sárinu.
Við rukum upp á bráðavakt aftur og eftir rúman klukkutíma í bið komumst við inn að hitta lækni sem varla leit á sárið áður en hann pantaði blóðprufur, sýni úr sárinu og legupláss fyrir sjúklinginn.
Núna liggur því litla krúttið mitt mállaus upp á spítala með símann við hliðina á sér, tilbúinn að hringja í mig ef einhver vill segja eitthvað við hann og telur niður stundirnar þangað til ég mátti koma og athuga hvort hann fengi heimferðaleyfi á morgun.
Móðureðlið býr greinilega í manni því ég vorkenni honum bara af því að vera þarna svona hálf nervus og á bara bágt með að sitja ekki hjá honum í kvöld en þeir voru nokkrir félagarnir sem ætluðu að kíkja á hann með skemmtiefni til að stytta honum stundirnar og við látum það duga ....
Athugasemdir
Ertu komin í hjálparstarfið stelpa?? ekki ónýtt að eiga þig að. Vona að vini þínum batni fljótt.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 19:50
já, sæll
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2008 kl. 12:28
¨Vonandi batnar honum fljott.
Vilma Kristín , 22.7.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.