Alveg er búið að vera yndislegt að vera í sumarfríi frá framkvæmdunum hjá Vilmu núna í gær og í dag, þó vissulega sé að byrja að örla á söknuði gagnvart henni sjálfri, heimasætunni, prinsinum og öllum kisunum þeirra sem ég kjassa við þrátt fyrir ofnæmið.
Í gær naut ég þess að liggja bara upp í sófa að horfa á imbann og gott ef ég svaf ekki bara hálft kvöldið.
Í dag má ég hinsvegar ekki vera að því að slappa jafn vel af þar sem mæting er á salsakvöld að rifja upp taktana og sjá hvort eitthvað af því sem síaðist inn í kollinn fyrir hálfu ári síðan eða svo sé enn til staðar þarna uppi.
Ætli það sé eins með dansinn og þetta með að hjóla og já ..... hmm .... maður ryðgi en gleymi aldrei tækninni? Kemur í ljós síðar í kvöld.
Annars er ég bara að bíða eftir að helgin bresti á því gott ef mér tekst ekki bara að standa við gefið loforð og geri ekki neitt. (Loforð gefið sjálfri mér)
Það er búið að bjóða mér í útilegu þar sem fertugsafmælisfögnuður verður í gangi og eins bara vinkvenna hitting með bjór í hönd á laugardagskvöldið en ég búin að afþakka hvorutveggja ... bara ætla að vera í pásu eina helgi.
Það er eitthvað þó búið að bauna á mig að ég muni þá sennilega bara mæta þunn í vinnu á mánudaginn því það verði djammað svo stíft alla helgina en ég get svo svarið fyrir það að heima skal ég vera. Ef ég fæ fiðring þá er bara að skella tónlistinni úr Mamma mía á fóninn og dansa við þvegilinn því ekki veitir orðið af almennilegri tilekt hér á mínu heimili.
Athugasemdir
ABBA klikkar aldrei!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 19:49
Hvad tha ad okkur finnst gott ad komast i fri, enda bunar ad vinna eins og vitleysingar i ibudinni sidustu tvaer vikur, mala langt fram a naetur og byrja snemma, bera husgogn og eg veit ekki hvad. Vid heimasaetan erum nokkud saelar ad hafa ekkert ad gera nuna :)
Vilma Kristín , 17.7.2008 kl. 20:05
Það kom nú fyrir í den að maður mætti þunnur á mánudegi, góða skemmtun gullið mitt
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:48
Hmm... ég spái... þú þolir þetta í 2 daga, að vera ekkert að gera. Svo ferðu út.
Einar Indriðason, 17.7.2008 kl. 23:21
fór nú út að dansa í kvöld svo ég ætti að höndla þetta
fór að rifja upp taktinn í salsanu 1,2,3 5,6,7 lærði að telja á nýtt
Rebbý, 18.7.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.