ég eignaðist ungling í gær ...

"Þú mátt bara eiga hana skuldlaust" sagði Vilma við mig í gær þegar hún fékk nóg af því að hlusta á okkur heimasætuna þar sem við spjölluðum saman meðan við skreyttum eldhúsgluggann.
Eitthvað fannst Vilmu húmorinn okkar stelpnanna lélegur og fannst við allt of samstilltar í gríninu á hennar kostnað, enda að verða þreytt á okkur og stóra brósanum sínum þar sem við erum öll búin að eyða ótrúlega miklum tíma saman og ekki minnst af honum farið í góðlátlegt þras.

Um helgina héldum við áfram að taka íbúðina hennar Vilmu í gegn og þrátt fyrir að vera þrjár á fullu allan minn frítíma og að stóri bróðir hennar væri helling með þá dugði það ekki til.
Ég skrapp og tældi 2 vinnufélaga til okkar að púsla saman húsgögnum og gott ef þeir eru ekki að verða fullfærir í íslensku bulli enda heyrðu þeir nóg af því.

Eftir helgina - og gærkvöldið - er búinn að mála, skipta út húsgögnum, skreyta glugga, hengja upp gardínur, hengja upp ljós, setja upp fullt af myndum og taka til.
Íbúðin er næstum óþekkjanleg og verður gaman að heyra hvað mannskapnum finnst um þessar breytingar þegar að ljónapartýinu kemur.
Best er að Vilma er nú komin með  myndir upp á vegg tilbúnar í myndhristingar enda eins gott þar sem hún ferð að útskrifast af daðurnámskeiðinu og ætlar að blómstra í júlí/ágúst enda ljón Tounge 

Að öðru um helgina var "bara" djammað bæði kvöldin svo það er kannski ekki skrítið að ég sé eiginlega bara orðið lúin og finnst bara yndislegt að eiga kvöldið heima í rólegheitum og stefni á helgi heima upp í sófa með spólu í tækinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ættuð þið ekki að vera í innlit útlit?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Vilma Kristín

Einmitt, ég og heimsætan höfum unnið 12 tíma á sólarhring í 2 vikur! Held ég hljóti að vera brjáluð að hafa lagt í þetta... en asskoti er útkoman fín :) og öll vinnan (sérstaklega næturvinnan... mjög gott að mála á nóttunni) þess virði núna.

Vilma Kristín , 16.7.2008 kl. 00:45

3 identicon

Já sæll!  Bara að minna þig á að þú átt eina gelgju .

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband