nýji bólfélaginn

Jæja, nú er ég búin að finna leið til að koma mér fyrr í bólið og meira að segja sofna fyrr á kvöldin ... reddaði mér bara bólfélaga LoL   (þessi kemur passlega á eftir kynlífskúrssögunni)

Búin að vera að vandræðast við að sofna síðustu vikurnar því þegar ég hef loksins komið mér upp í rúm þá hefur hugurinn farið á fulla ferð við að skipuleggja allt og ekkert og láta mig dreyma dagdrauma.

Núna um helgina var ég orðin svo þreytt á þessu að ég ákvað að prufa hvernig gengi ef ég tældi Dagfinn Eirík Lárintíus Love með mér upp í rúm.
Ekkert er um atlot en það vantaði ekki að hitastigi í rúminu mínu hækkaði því tölvan virðist ætla að bræða gat á dýnuna mína þegar ég er búin með hálfann DVD .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Notalegur bólfélagi :) Minn heitir Magnús Ari Cool...

Vilma Kristín , 8.7.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Ein-stök

Ég á bara svona sófa-félaga.. nenni ómögulega að taka hann með í rúmið því ég veit að hann myndi bara gefa fölsk fyrirheit um hlýju. Bara gervihlýja og ekkert stuð

Ein-stök, 9.7.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband