Er mín ekki bara búin að fá gefins kort í ræktina Gjöfinni fylgdi reyndar skylda og það var að mæta 3svar í viku annars þyrfti ég að endurgreiða gefandanum helminginn af kortinu.
Þetta væri ekki málið kannski ef þetta væri mánaðarkort, en þetta er árskort svo ég skal mæta minnst 155 sinnum til viðbótar í ræktina fyrir 1. júlí 2009
En í ræktinni áðan rifjaðist upp ein mesta móðgun sem ég hef fengið framan í mig .. eða það væri málið ef ég hefði getað tekið athugasemdinni alvarlega.
Hann Mundi minn var búinn að hafa mikið fyrir því að fá mig á stefnumót þrátt fyrir að ég hafi marg sagt honum að ég væri ekki kona fyrir hann þar sem hann vildi ekki konur sem væru í yfirvigt.
Eftir að hafa hitt hann og spjallað oft eftir það þá sagði ég honum frá kúr sem ég heyrði af hjá Opruh vinkonu okkar allra. Þarna var ég að tala um kynlífskúrinn.
Ein ung dama hafði misst 25kg á 4 mánuðum eftir að hafa tekið bóndann á orðinu um mikið og gott kynlíf. Málið var að stunda kynlíf minnst 10 sinnum í viku og spennan við að hitta bóndann og eiga "gæðastund" saman var nóg til að halda dömunni frá nartinu.
Munda leist vel á þennan kúr og mælti með honum handa mér en benti mér á að ná í 3 aðra til að stunda þetta með mér næstu 4 mánuðina og þá væri ég í góðum málum ..... en 4x25kg eru 100kg
Ég lét hann aldeilis heyra það enda væri ég ekki spennandi 100kg léttari en málið var víst að hann lagði ekki í 10skipti í viku sjálfur ....
Athugasemdir
Hey! Ég ætla á þennan kúr... þekkirðu einhvern sem er tiltækur 10 sinnum í viku?
Vilma Kristín , 7.7.2008 kl. 21:33
Þetta er nú sá alflottasti kúr sem ég hef heyrt um. Loksins eitthvað fyrir mig Verst að ég er búin að skila makanum Ætti kannski að auglýsa eftir "félaga sem er tilbúinn í vaxmeðferðir annað slagið + 10 skipti kynlíf í viku".. hmm já það hljómar vel
Ein-stök, 8.7.2008 kl. 12:35
hahaha flott mál EINstök - spurning að auglýsa eftir nokkrum því við erum nokkrar sem værum til held ég í svoleiðis "vin"
Rebbý, 8.7.2008 kl. 12:42
Ég er alveg til í að áframsenda nokkra umsækjendur á þurfandi vini og vandamenn Lofa að senda þá ónotaða.
Ein-stök, 8.7.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.