greinilega búin með djammkvótann ...

Það sýndi sig í gær (í annað sinn) að ég er búin með djammkvóta ársins.

Fór í þetta fína garðpartý í gær þar sem sátu nokkrar yndislegar vinkonur, nokkrar nýjar kunningjakonur og nokkrir strákar sem ég hafði aldrei hitt áður.
Það var setið úti með teppi yfir lærum og skálað, sungið og spjallað.  Yndislegra er varla hægt að biðja um það nema hvað Rebbý hugsaði bara til sófans síns og að núna væri myndin með Brosnan að byrja í sjónvarpinu.   
Hvað er sú hugsun að skjóta upp í kollinn á mér í miðju djammi?

En að sjálfsögðu var Rebbý hliðholl vinkonunum og fór með þeim í bæinn að dansa og urðu bæði Thorvaldsen og Apótekið fyrir valinu.  Reyndar hafði ég bara gaman af þegar einn af mínum uppáhalds leikurum tók utan um mig á dansgólfinu og sagði mér hvað það væri geggjað stuð hérna og hann væri bara sveittur af því að hreyfa sig svona mikið við takt danstónlistarinnar ..... alveg er ég samt viss um að hann man ekkert eftir mér frá því í FB þegar við unnum þar saman í leiklistarklúbbnum Aristofanes Cool  Rebbý er nefnilega stundum þessi hlédræga týpa.

Klukkan rúmlega 5 vorum við bara orðnar 2 eftir og skröllum við þá loksins í leigubílaröðina eftir að hafa fengið okkur snæðing í miðbænum, sáttar og sælar - ég af því að rúmið beið mín - vinkonan því hún hafði skilið eftir símanúmerið sitt hjá ungum sveitastrák.   Nú bara verður spennandi að fylgjast með hvort það verði stefnumót út úr kvöldinu þó það hafi ekki verið mín veiði...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Vá.. varstu til fimm! Geðveikt úthald!

Vilma Kristín , 6.7.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Rebbý

já Vilma mín, þetta er komið upp í svoddan vana að maður heldur út langt fram eftir morgni en er vaknaður fyrir allar aldir

Rebbý, 6.7.2008 kl. 13:54

3 identicon

Síðast þegar ég var í bænum (eftir brúðkaupsveislu í Bláa Lóninu), þá var ég kominn "heim" í Hafnarfjörðinn þar sem ég gisti klukkan rúmlega hálfsjö... það er óðsmanns æði stundum að reyna að ná taxa niðri í bæ.

gott að þú skemmtir þér dúlla ... og veiðin ... þetta verður spennandi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú yfirleitt sofnuð um eitt ef ég er að reyna að vaka, til eitt telst mega ending hjá mér, en þau fáu skipti sem ég er í partýi sem stendur til 4 eða 5 þá þarf ég að sofa allan næsta dag.  Hafðu það gott í dag skotti mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Einar Indriðason

Á ég að koma með einn jákvæðan punkt til viðbótar?

Vertu fegin að þetta var ekki að vetrarlagi, sem þú fórst svona út.  Þá hefði verið kalt, sko :-)

Einar Indriðason, 7.7.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband