Skrapp til mömmu gömlu áðan og hún og systir hennar fengu vægt áfall við að sjá mig enda var ég hálf grátandi með eldrauðar kinnar, bólgin augu og náði varla andanum.
Ástæðan er tvíþætt .... atsjú tímabilið byrjað (frjóofnæmi) og var að koma úr heimsókn frá Vilmu og hafði þar verið að kela við eina af kisunum hennar þrátt fyrir ofnæmi fyrir þeim.
Í gærkvöldi var ég líka hjá Vilmu og kisunum enda hafði hún boðið okkur Snjóku í mat til að semja við okkur að vera ráðgjafar í breytingum á heimilinu. Þær mæðgur eru vægast sagt litaglaðar og hætta var á að hver veggur fengi sinn eigin lit ef ekki kæmi einhver aðeins rólegri að málum. Við Snjóka hjálpuðum til við að velja liti á restina af íbúðinni, en þær mæðgur höfðu þó tryggt sig ágætlega því þær voru búnar að mála forstofuna fjólubláa og sögðu okkur engu um hana ráða.
Ljóst er að næstu vikurnar verða þess vegna erfiðar en málið er að klára breytingarnar hjá Vilmu í júlí enda verður allt að vera rosalega flott og fínt (og með nægu dansplássi) fyrir ljónapartýið fræga.
Mæðgurnar gera reyndar mest allt sjálfar, en vissara er að kíkja við af og til áður en bleikt sófasett verður komið inn í græna stofuna við hliðina á appelsínugula eldhúsinu.
Í kvöld er stefnan bara tekin á að fara snemma að sofa því enginn var svefnfriðurinn í nótt vegna óróans sem er við næstu íbúð og hafði hátt í rokinu í nótt + dyrabjölluhringingum sem ég neitaði að svara enda mið nótt.
Athugasemdir
Hvíldi þig dúllan mín og ertu ekki með góð ofnæmislyf??? knús
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 21:54
Jæks!! ÞAÐ kallar maður litagleði..........
Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 23:51
Eru partýljón í næstu íbúð við þig???
Jóna Björg (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:24
partýljónin í húsinu mínu eru farin, en Vilma er með árlegt "ljónapartý" í lok júlí þar sem öll ljónin í vinahópnum halda upp á afmælið sitt saman og ég fæ auk annarra að mæta sem gestur
Rebbý, 3.7.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.