Jæja ég held áfram að fórna mér fyrir málstaðinn (bloggið mitt) og skrapp á stefnumót rétt eftir 11 í gærkvöldi að hitta Fransmanninn (er reyndar ekki franskur, nema í útliti).
Við skelltum okkur upp í Grafarvog að skoða skúlptúrana þarna fyrir ofan Gufunesið og tókum göngutúr í kvöldsólinni og ýmist horfðum út á haf eða á þessi verk sem við reyndum ekki einu sinni að lesa úr.
Það var að sjálfsögðu spjallað helling og rætt bæði um Íslandið og útlöndin, börnin hans, vinnuna okkar og nýjustu fréttir.
Þegar við byrjuðum að rölta til baka þá var blikkandi lögreglubíll að loka af akstursleiðunum þarna í kring og við vinsamlegast beðin um að fjarlægja kaggana okkar hið snarasta.
Hef prufað eitt og annað, en löggan hefur ekki áður slitið stefnumóti fyrir mig ......
Athugasemdir
Hvernig varstu eiginlega klædd stelpa eða hann?? alvarlegt þegar löggan er farin að láta svon við þig. Reyndu aftur.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 13:21
Skítt með lögguna.....
....gastu daðrað?
Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 13:35
Það á ekki af þér að ganga vúman. Löggann, hvað næst?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 14:08
Vorum voðalega vel klædd Ásdís - kannski þess vegna sem við vorum stoppuð af
Hrönn ... hann var ekki þessi daðurtýpa svo ég eyddi ekki orku í það
Spurning Jenný hvað verður næst ....
Rebbý, 4.7.2008 kl. 15:33
:) Gaman að þessu...
Vilma Kristín , 4.7.2008 kl. 17:33
hahahahaha og skipulögðuð þið annað deit?
Kolbrún Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:16
Og hvað svo...?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 12:57
Það er svo gaman að lesa lífsreynslusögur þínar af deitmenningunni - sérstaklega af því að ég er ekki til í hana ennþá.. bara gaman að kynnast því fyrirfram í hverju maður gæti hugsanlega lent Heldurðu að löggan sé farin að fylgjast með þér? Bíð spennt eftir fleiri deitum - hjá þér
Ein-stök, 5.7.2008 kl. 13:23
nei - það er ekki annað deit skipulagt með fransmann ....
Ein-stök, það bíður ekkert smá verkefni þín þegar þú ferð út í að skoða strákana á ný, nema þú búir svo í það litlu bæjarfélagi að allir þekkist því þá ertu ekki að fara á algjörlega blind stefnumót
Rebbý, 5.7.2008 kl. 13:37
Nei það bíður mín sko ekkert smá verkefni. Ekki síst af því að ég sætti mig ekkert við að skoða bara 50% af markaðnum sko.. Nei ég myndi líklega ekki eiga auðvelt með "blint" stefnumót í mínu bæjarfélagi enda líklegra að ég hugsi eitthvað út fyrir bæjarmörkin - þegar þar að kemur
Ein-stök, 5.7.2008 kl. 15:00
er semsagt ekkert álitlegt í þínu bæjarfélagi EIN-stök ... fínt að vita að ég get þá sleppt einu bæjarfélagi úr á landinu
Rebbý, 5.7.2008 kl. 18:08
Nei það er þá a.m.k. vel og vandlega falið fyrir mér
Ein-stök, 5.7.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.