byrjuð að skoða strákana aftur ..

"Húsið mitt er bak við stóra jeppann"  ...... svona hljóðað lýsingin á hvernig ég ætti að finna húsnæðið hjá nýjum spjallfélaga þegar ég ákvað að gerast agalega köld og kíkja í vídeó áhorf í gærkvöldi.
Þó ég sé nú oft nokkuð frökk í því sem ég geri þá hef ég ekki verið að fara heim til einhverja netverja svona án þess að hafa hitt þá á almannafæri fyrst en ákvað að láta slag standa í gær enda voðalega notalegt að spjalla við guttann og var viss um að hann gæti ekki verið verri en stripparinn minn.

Á móti mér tók brosandi andlit sem afsakaði ástandið á húsnæðinu, hann hefði ekki haft tíma til að taka til vegna anna í vinnunni.   Ég sagðist þola þetta enda hafði hann notað ráð sem svo margir þekkja og kveikt bara kertaljós í íbúðinni til að fela mesta rykið.´
Þegar inn kom spurði hann mig þó hvort ég hefði nokkuð á móti dýrum sem ég sagðist ekki vera, en hefði heldur átt að spyrja hversu mörg dýrin hans væru.

Til að byrja með tók á móti mér stórt og fallegt fiskabúr með nokkrum tugum fiska og þar gleymdi ég mér við að fylgjast með í nokkrar mínútur.  
Eftir það kom annað stórt búr þar sem 2 skjaldbökur voru að svamli og voru engin smá stykki.
Svo bar hann fram páfagauk sem ætlaði ekki að þagna enda komin nýr spjallfélagi á svæðið, en ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki hrifin af fuglum svo ég bað hann vinsamlegast að fjarlægja hann.
Þá rak ég augun í lítið búr upp á borði og spurði hvað væri að finna inni í því og hann fer að búrinu meðan ég er að fá mér sæti og kemur til baka með snák.  Þarf væntanlega ekki að taka fram að ég var ekki lengi að henda mér upp úr sófanum enda ekki hrifin af öllum dýrum.

Eftir að öruggt var að öll dýrin voru á sýnum stað og lokuð inni þá gat ég sest aftur í sófann og svo áttum við hið fínasta spjall um heima og geima langt fram eftir kvöldi og þegar ég loksins staulaðist heim þá var fátt órætt og komið laaaaangt fram yfir svefntímann.
Kíkti samt í litla búrið að tékka hvort snákurinn væri nokkuð búinn að lauma sér í jakkavasann minn svo ég tæki hann ekki með mér heim ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... þetta hlýtur að vera góður maður með öll þessi gæludýr! Bara hlýtur að vera...

Vilma Kristín , 1.7.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Júdas

Gæti hafa verið hann Dagfinnur eða hvað?

Júdas, 1.7.2008 kl. 22:39

4 identicon

hahahaha ég hefði alveg fríkað út yfir snáknum ojojojo og aldrei getað setið þarna róleg  hann hlýtur að hafa verið mjög skemmtilegur og spennandi fyrst þú gast verið róleg þarna

Ólöf (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:05

5 identicon

Þá meina ég HANN vinurinn skemmtilegur en ekki snákurinn

Ólöf (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Rebbý

hahaha   Já Ólöf, hann var mjög skemmtilegur stráksinn en eins og svo oft áður hjá mér þá var hann að öllu leiti held ég ekki maður handa mér, en fínn spjallari og aldrei að vita nema maður kíki aftur á dýrin hans síðar og í meira spjall.

Rebbý, 2.7.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband