Jæja fyrsti alvöru afslöppunardagurinn í sumarfríinu liðinn og mikið var slappað af ....
Byrjaði á að sofa út og þegar ég loksins nennti fram úr rúminu þá lagðist ég upp í sófa og kveikti á sjónvarpinu bara og náði mér í gamla mynd sem ég byrjaði aðeins á.
Rétt fyrir hádegi hringdi ég í stolta frændann minn sem varð pabbi (og gerði mig að afasystur) í síðustu viku og pantaði að fá að kíkja á prinsessuna í dag sem var auðfengið.
Það er ekki skrítið að frændi sé stoltur og unnustan hans líka enda er þetta með fallegri börnum sem fæðst hafa (ekki hlutdræg neitt) og ég sat með hana í fanginu í klukkutíma eða svo áður en ég gat slitið mig frá þeim og fór með langömmuna að versla síðbúin hádegismat sem við borðuðum út í Örfirisey þar sem við sátum og hlustuðum saman á hafið.
Þegar ég var búin að skila gömlunni heim þá fór ég upp í sófa aftur og hélt áfram að horfa á myndina mína nema hvað ég steinsofnaði yfir henni og svaf bara alveg í 2 tíma.
Þegar ég loks vaknaði aftur þá reddaði ég mér snemmbúnum kvöldmat út í sjoppu og fékk svo vinkonu í heimsókn í gott spjall með hvítvín með sér til að liðka fyrir umræðunum, en vinkonan þurfti reyndar að byrja á að vera bara ein heima hjá mér og hangsa yfir sjónvarpinu því Vilma elskan hringdi ílla þjáð af magapínunni sinni og bað mig að skutla sér upp á læknavakt.
Eins góð vinkona og ég er þá ákvað að æða út þó hér væri heimsókn og endaði með Vilmu mína upp á bráðamóttöku Landsspítalans því þetta var ekki bara magapína heldur sýking í nýra, en hún er nú komin heim og líður betur.
Við vinkonan sátum svo hér og spjölluðum fram yfir miðnættið og fórum yfir fullt af málum en gleymdum reyndar að sötra hvítvínið.
Nú er bara að koma sér í svefninn aftur og eiga fínann þjóðhátíðardag í miðbænum í fallega veðrinu sem á að verða á eftir .....
GLEÐILEGAN 17.JÚNÍ allir saman
Flokkur: Bloggar | 17.6.2008 | 02:19 (breytt kl. 02:21) | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir skutlið... eða á ég að segja lífsbjörgina :) ferlegt að geta ekki bjargað sér sjálfur og geta ekki keyrt bíl.. Og takk fyrir að koma prinsinum mínum í vistun. Nú er bara spuning hvort ég eigi að klæða okkur uppá og reyna að fara niðrí bæ...
Vilma Kristín , 17.6.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.