Enn heldur ástandið áfram hjá mér ...
Var að vinna til að ganga 18 á föstudaginn því ég var að fara í viku frí og þurfti endalaust að klára einn hlut enn - ótrúlegt hvað maður getur verið tregur, það er ekki eins og þetta myndi ekki reddast án mín.
Þegar vinnu lauk var brunað að sækja vinkonu mína, ætt hingað heim og opnaður einn kaldur sem var drukkin fyrir og eftir sturtuna sem var svo snögg að ég var ekki viss um að hafa blotnað einu sinni. Eftir það var hringt á leigubílinn og brunað í heimahús þar sem var verið að elda handa okkur góðan mat og svo setið þar við át og drykkju og gott spjall fram yfir miðnættið.
Var svo komin á fætur kl 9 í gærmorgun og ákveðin í að taka því rólega aðeins fram eftir degi. Náði að kjafta í símann í 2 tíma (við fleiri en eina manneskju) og svo náði ég að sofna aðeins yfir spólu sem alveg bjargaði deginum því þegar ég vaknaði aftur þá var að drífa sig enn og aftur í sturtu og græja hárið og finna sér föt því það var komið að árlegu singlekvennakvöldi.
Það gleymdist reyndar að segja mér að það mætti ekki klæðast svörtu á þessum kvöldum (minn fyrsti vorfagnaður hjá hópnum) svo ég var rekin upp með látum að skipta um föt og svo var ætt af stað til einnar úr hópnum og þar beið okkar förðunardama og endalaust af góðum mat.
Eftir nokkra klukkutíma át og spjall og drykkju var kíkt í bæinn og ætt á milli dansgólfa og ekki spurning að við vorum flottustu konurnar í bænum, allar í ljósum fötum og flott farðaðar.
Núna er ég rétt nýskriðin framúr og er að herða mig upp í að byrja daginn, en í dag er mæting á völlinn (KR-Fylkir) að styðja mína menn og svo í snæðing enn og aftur að heiman.
Fyrstu 2 dagarnir í afslappaða sumarfríinu mínu munu semsagt vera þrælskemmtilegir en helvíti strembnir .....
Athugasemdir
Vó ég verð þreytt við lesturinn. Hægja á kona, hægja á.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 15:35
Vildi ég hefði verið þú um helgina... hljómar mun meira spennandi en mín helgi...
Vilma Kristín , 15.6.2008 kl. 16:21
Vá hvað þetta er rólegt og afslappað Það er bara hrein slökun að lesa þetta Annars er leist mér rosalega vel á þetta "singlekvennakvöld".. ég ætti kannski að safna í svoleiðis hóp Njóttu frísins mín kæra
Ein-stök, 15.6.2008 kl. 17:23
Singlekvennakvöld........
....hljómar afar spennandi!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.