Átti sérkennilegan dag í dag þar sem hugurinn var eiginlega bara tómur. Ég vann vinnuna mína meira af vana en áhuga og gat ekki beðið eftir að klukkan yrði 16:00 því ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera fyrstu mínúturnar eftir vinnudaginn.
Þegar ég hef verið ílla fyrirkölluð í gengum tíðina þá hef ég skroppið niður í fjöru og horft á hafið og ákvað að prufa hvort slíkt myndi hjálpa mér í dag. Hef reyndar oft hlegið að sjálfri mér fyrir þetta þar sem ég er vatnshrædd með eindæmum og myndi ekki vilja þurfa vera of nærri hafinu (nema á Spánarströnd).
Það virðist vera eins með hafið eins og jökulinn .... ég finn fyrir vissri sálarró í návist þeirra.
Rétt við vinnuna mína er fínasta fjara til að sitja við og þar sat ég í rúman klukkutíma í dag og hringdi reyndar eftir spjalli sem gerði mér gott þó það færi ekkert af alvöru inn á vandann sem hjá mér býr ...... en ég ákvað þó í framhaldinu að reyna að opna sál mína og grúska hvar þar er að finna sem laga þarf en ég veit að það er hellingur, bara búið að vera spurning hvenær ég legg í þá vinnu.
Spurning að hringja í fyrrverandi og fá uppgefið hjá hvaða sálfræðing hann fékk sína sálarró eftir skilnaðinn .....
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 19:51
"Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig"
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.6.2008 kl. 23:19
Vinir eru nauðsynlegir og góðir vinir yfirgefa mann aldrei en stundum er það bara ekki nóg. Þá er gott að hafa einhvern (fjall myndarlegan) mann til að láta halda utanum sig faðma og knúsa. Ég held að það fari að styttast í hann hjá þér. Og ég trúi ekki að fyrrverandi sé búinn að finna sína sálarró LOVE
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:54
Stundum þarf hugurinn bara að hvíla sig og endurnærast í kyrrð og ró. Vonandi finnur þú svörin og það er alltaf gott að spjalla við einhvern góðan hlustanda
Snjóka, 11.6.2008 kl. 23:55
Hrafnhildur mín, okkar fyrrverandi fann sálarró um tíma þegar "ég var svo yndisleg að reka hann til sálfræðings" eftir skilnaðinn (auðvitað allt mér að þakka á þeim tíma enda var verið að reyna að komast í góðu bókina aftur) og í því ástandi fann hann nýju konuna sem er núna svona sæt að hugsa um að prinsessan okkar fái að umgangast pabbann gamla.
Gísli minn, ég smæla aldeilis framan í þig og hina í heiminum ... í dag er bara orkan búin (mun samt smæla framan í þig í morgunkaffinu)
Snjóka mín, stundum er líka bara gott að skreppa í bíó með stelpunum - en allt þetta er ekki að leysa vandann .... hann býr enn innst inni
Rebbý, 12.6.2008 kl. 08:44
Alltaf gott að meta stöðuna í lífinu en algjört lykilatriði að fara ekki að ,,OFTÚLKA" hlutina heldur. Þú ert nú þegar byrjuð á vinnunni.......nú er bara að halda áfram.......og ekki gleyma því hvað þú ert FRÁBÆR!!
Helga (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 14:56
Sjórinn er ótrúlegt fyrirbrigði. Það er eiginlega sama í hvernig hugarástandi maður er... alltaf hægt að samsama sig við hafið.
Ég vona að þú finnir leiðina... lausnina. Eða kannski bara sjálfið.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.