... sagði mamma gamla við mig þegar hún kallaði á mig í kvöldmat í kvöld ....
Þetta var mikil samviskuspurning sem þarna kom .... og ég bara veit ekki hvort hún verði það spark sem ég þarf til að taka aðeins til í lífi mínu og sálartetrinu eða hvort mér takist enn aftur að blokka á þessa vakningu og haldi áfram sama striki.
Gamla konan er farin að hafa miklar áhyggjur af líferni mínu og hraðanum sem er í kringum mig. Það er samt ekki svo að hún viti allt um mitt líf heldur hefur hún orðið ílla vör við hversu uppstökk ég hef verið síðustu vikurnar vegna þreytu og einfaldlega uppgefin.
Viku eftir viku hef ég sofnað í stól inni í stofu hjá henni meðan hún eldar handa okkur kvöldmat, en síðan ég flutti hérna inn hef ég reynt að kíkja við hjá gömlunni minni einu sinni í viku í mat.
Núna í kvöld gat hún bara ekki lengur horft upp á þetta og ákvað að taka dótturina í smá spjall.
Hún vildi að ég spáði í hvað væri að fyrst ég gæti ekki bara átt rólegt kvöld heima hjá mér eða setið róleg án útvarps-/sjónvarps-/tölvuáreitis þegar heim frá vinnu eða skemmtun kemur.
Þið sem þekkið mig vitið hvernig dagskráin er búin að vera síðustu mánuðina en vitið sennilega ekkert frekar en ég hvað ég er að forðast.
Gladdi konuna þó með því að tilkynna henni að ég yrði í sumarfríi í næstu viku en það var skammvinn gleði þegar ég taldi upp dagskrá næstu daganna..... James Blunt fimmtudag, matarboð og djamm með mömmu stjúpunnar minnar á laugardag, heimsókn á mánudag og dans um kvöldið og rölt með vinkonu í bænum 17.júní svo er friður miðvikudag og fimmtudag en á hádegi á föstudag verður farið af stað í fyrirtækjaútileguna sem er svo fram á sunnudag.
Er ég hræðast einmannleika eða ristir þetta dýpra ....
Athugasemdir
Farðu vel með þig kæra vinkona:)
En þú verður að setja inn á dagskrá að hitta mig í sumar heh.
Kolbrún Jónsdóttir, 10.6.2008 kl. 20:51
auðvitað hitti ég ykkur þegar þið komið heim ... ekki spurning Kolla mín
Rebbý, 10.6.2008 kl. 20:55
já það er spurning.. ertu að forðast eitthvað? eða eins og þú segir ertu hrædd um að verða einmana? Hvort sem það er raunin eða ekki þá held ég að þú verðir að fara varlega í skipulagningunni. Stundum er gott að taka sér tíma í ekkert Farðu vel með þig krúttið
Ein-stök, 10.6.2008 kl. 21:24
Kannski ertu bara að hafa gaman af lífinu... Það býður uppá svo rosalega mikið að maður getur alveg gleymt sér í því og keyrt sig út. Taka sér smá tíma í hvíld, endurhlaða batteríin og svo af stað aftur.
Vilma Kristín , 10.6.2008 kl. 21:33
Það veit líklega enginn nema þú! Kannski þarftu að taka þér smá tíma með sjálfri þér og finna út úr því?
Farðu vel með þig - það er bara til eitt eintak af þér
Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:24
Eins og segi í texta "þá veistu svarið" ef þú veist hvað þú þarft og hvað þú vilt, láttu þá vaða og gerðu það besta fyrir þig, í þínu lífi skiptir þú mestu máli.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.