Ekki eldist öll tónlist jafn vel ...

Hvað gerir maður við hallærislega, leiðinlega, rykfallna geisladiska?

Fékk þá heimsku flugu í hausinn þegar heim kom í dag að setja tónlistina mína alla inn í tölvuna og flokka hana síðan sem heimatónlist og djammtónlist.   Ég tók út alla 250 geisladiskana sem voru að rykfalla ofan í skúffu og byrjaði að kanna hvort þeir væru komnir inn í iTunes í vélinni og viti menn ..... flestir eru ekki einu sinni þess virði að hlaða niður Gasp

Búin að taka yfir 100 diska til hliðar í bunka sem ég kalla "mun aldrei hlusta á aftur" og versta við þann bunka er að ég get ekki skrifað hann á fyrrum eiginmanninn heldur eru þetta að miklu leiti diskar sem ég hef eytt peningum í fyrr á lífsleiðinni.
Annaðhvort hefur tónlistarsmekkur minn breyst svona í gegnum árin og þroskast eða þá að ég hafi verið aðeins of dugleg að eltast við einhverja "one hit wonders" sem skilja ekkert eftir sig.

Vilma mín, má bjóða þér að ættleiða gamla geisladiska? 
Þú ert nú með svo opinn tónlistarsmekk . . . . . .     LoL 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það máttu sko bjóða mér og mínum kalli, við erum tónlistarfíklar og hlustum á ALLT.  Vertu í bandi  8658698  aldrei skal tónlist henda.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:30

2 identicon

Liffraedingurinn vill fa tha!  Hann er viss um ad thetta se god tonlist fyrst thu ert haett ad hlusta a hana....

Vilma (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:47

3 identicon

Gvöð ég var akkúrat að gera það sama um helgina.  Er með stafla af geisladiskum sem við höfum ekki hlustað á í mörg ár (og allt frá kallinum áður en að við kynntumst sko!!)  Ég er einmitt að reyna að fá hann til að samþykkja að við losum okkur við þennan fjölda sem gerir ekkert nema að taka pláss.

Jóna Björg (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Rebbý

hey Vilma, líffræðingurinn verður ekki vinur minn í næsta ljónapartýi ef hann ætlar að skjóta svona á mig .....
Lofa að henda engri tónlist ....

Rebbý, 5.6.2008 kl. 12:32

5 identicon

Liffraedingurinn bidur spenntur eftir diskunum og bydst til ad taka vid fra Jonu Bjorg lika

Vilma (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:30

6 Smámynd: Rebbý

Kem þeim skilaboðum áleiðis ..... var að hlusta á Serð Monster áðan ... vá hvað þetta var sérkennileg lífsreynsla  hehehe

Rebbý, 6.6.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband