stoppið tímann núna

Lenti í smá árekstri í dag og þar sem ég sat og fyllti út tjónaskýrsluna þá fékk ég vægast sagt áfall.
Það er 3.JÚNÍ í dag .... voruð þið búin að gera ykkur grein fyrir þessu?
Eftir nokkra daga verður árið 2008 hálfnað og það er varla hafið !!!

Annars átti ég svo frábærann dag með stelpunum í bókhaldinu í gær (og reyndar fjármálastjóranum í lokin) að ég bara verð að þakka fyrir mig aftur stelpur mínar.

Við skruppum í smá letidag fyrst áramótauppgjörið var endanlega farið til endurskoðandans og ég rak þær allar til að slökkva á tölvunum sínum kl 14 og dreif þær út í bíla og svo var brunað í Nornabúðina að fá sér kaffi og köku og auðvitað lestur í bolla með.
Það var misjafnt hvað við fengum út úr bollunum, en aftur var mér bent á að ég ætti að kyssa froskana líka (ekki bara fallegu mennina) því þar gæti prinsinn minn leynst (alveg það sama og kom hjá spámiðlinum sem ég heimsótti fyrir ekki svo löngu).  
En áður en ég finn hann þá bíður mín smá sumarrómans sem verður stuttur og endar í mikilli sátt svo núna bara bíð ég við dyrabjölluna mína eftir að sumarrómansinn dingli W00t
Erfiðleikatímabilið í lífi mínu er ekki alveg búið víst, en eftir 5 snöggar sprengingar (hennar orðalag) innann nokkurra vikna þá er komið að endalokum erfiðleikanna og allt bjart eftir það.

Eftir Nornabúðina var skroppið í Smárann og horft á Sex and the city sem var bara snilld.
Verð reyndar að játa að ég hafði aldrei séð einn einasta þátt með þeim stöllum svo ég var að kynnast þessum yndislegu karakerum í fyrsta sinn, en sá þarna fullt af persónueinkennum frá mér og vinkonum og hafði bara mikið gaman af.

Að myndinni lokinni fórum við niður á Caruso þar sem bossinn beið okkar og þar var snæddur 3ja rétta málsverður með miklu og skemmtilegu spjalli sem margt hvert hefði sæmt sér vel í myndinni Tounge en annað voðalega siðsamt Whistling og enn annað hreint út sagt pólitískt Pinch

Ætla núna bara að leggjast með dópið mitt í sófann og horfa á mynd og sjá hvort ég jafni mig ekki bara á högginu mínu og býð því góða nótt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Árekstur? Er allt í lagi?

Og hmmm... sumarrómans... er hann ekki búinn að banka uppá?

Vilma Kristín , 3.6.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Rebbý

nei Vilma, hann er ekki búinn að banka uppá því þetta á að endast fram í sumarið .... þó árið sé að klárast þá heimta ég fleiri sumardaga en það sem komið er

Rebbý, 3.6.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hó! Er hann kominn?  Sammála þér með árið það er að verða hálfnað og orðið svo viðburðarríkt að þótt ekkert skeði í eitt og hálft ár væri það samt ekki nægilegt mótvægi!

Hvar er Nornabúðin?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Rebbý

skulum sjá hvort þessi síðan síðustu helgi verði eitthvað sem endist fram á sumarið .....
en Hrönn Nornabúðin er á Vesturgötunni og mikið gaman að koma þar aðeins við og fá sér lestur með kaffinu, hvort heldur sem er í bolla, rúnir eða tarrot.

Rebbý, 3.6.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá júní?? ég hélt það væri apríl.  Nei annars, tíminn líður allt of hratt, sérstaklega ef það er gaman hjá manni.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:02

6 identicon

Ekki öfundsverð af árekstri þótt lítill sé. Vona að þú stirðnir ekki öll upp, mæli með nuddi. En restina af deginum öfunda ég þig sárlega af .

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Farðu vel með þig mín kæra... afleiðingar af árekstri geta komið af fullum krafi eftir að mesta sjokkið er farið.

Kolbrún Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:39

8 identicon

Drífa sig í nudd kona... ekki gott að fá hnykk í bak og háls eftir að svona dúddar keyra aftan á mann

En ég er mikið að spá í að sækja um vinnu þarna hjá ykkur.  Ekki fékk ég svona dekur þegar mitt áramótauppgjör var farið til endurskoðandans

Jóna Björg (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:19

9 identicon

Takk sömuleiðis....þetta var nú bara helv. skemmtilegt hjá okkur:)....vona að þú sért orðin betri....verður að vera orðin spræk fyrir helgina!!!!

Helga Fjóla Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband