Restin af vikunni ...

Jæja nú kemur að smá skýrslu um síðustu viku ...

Á miðvikudagskvöldið þá fór ég á þetta líka fína matreiðslunámskeið í vinnunni þar sem okkur var kennt að elda lax, lúðu og kola svona líka glæsilega og ég bara verð að viðurkenna að ég mun hringja á næstu dögum í nokkra vini til að bjóða í mat svo ég geti leikið þetta eftir.
Sérstaklega sósugerðina, en ég hef aldrei búið til sósu nema pakkasósa sé, en þarna fékk ég það verkefni að búa til sósu með matnum og gekk svona líka vel LoL

Á fimmtudag var farið eftir vinnu að heimsækja fyrrum vinnufélaga þar sem fyrirtækið átti 10 ára afmæli í þeirri mynd sem það starfar í dag.
Fullt af fínum veitingum, fínum skemmtiatriðum og ekki síst fullt af fínum fyrrum vinnufélögum sem var gaman að hitta aftur.
Það var reyndar ekki langt fram yfir kvöldmatinn sem ég stoppaði því mig langaði að komast heim og skoða hvort kæruleysisleg uppröðun í hillurnar mínar hefði kostað mig eitthvað eftir skjálftann en svo var sem betur fer ekki.

Eftir vinnu á föstudag var ég svo bara eirðarlaus að reyna að koma mér að verki hérna heima við að taka til þegar önnur jafn eirðarlaus vinkona hringdi og úr varð að ég sótti mér fullan bíl af fólki til að koma og sitja að spjalli og sötri og narti og dansi fram eftir kvöldi.
Þar sem við höfðum öll átt annasama viku og sumir áttu að mæta til vinnu daginn eftir var samsetunni bara slúttað rétt um miðnættið og það var líka bara fínt. 

Eftir heilmikinn letidag og spjall við Jónu á laugardaginn var loksins komið að "stefnumótinu" okkar Gunna um kvöldið.
Daman var reyndar í seinasta lagi að taka sig til þar sem landsleikurinn í handbolta var að trufla hana, en engu að síður mættum við í okkar fínasta niður á Lækjarbrekku að fá okkur kvöldmat.
Mikið finnst mér þetta sjarmerandi hús og elska svona brak og bresti, en alveg jafnt og mér þykir þetta sjarmerandi þá finnst mér agalega leiðinlegt að hitta á að sitja þarna þegar stór hópur er að skemmta sér með söng og látum.
En við fengum góðan mat, sæmilegasta vín og auðvitað frábæran félagsskap frá hvort öðru svo við löbbuðum nokkuð sæl þaðan út og í leigubíl með 10mín stoppi reyndar inni á enska pöbbnum.

Niðurstaða helgarinnar er að Rebbý kann alveg ennþá að skemmta sér án þess að vera að fram undir morgun á balli eða í leigubílaröð.

Dagurinn í dag ætti svo að fara í þrifin sem voru á stefnuskránni á föstudag, nema tilkomi fleiri símtöl frá eirðaleysingjum .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

AHA! Mjög gott að kunna að "slúta" skemmtuninni snemma ;)

Vilma Kristín , 1.6.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Vilma Kristín

Og annað... glemdi að spyrja: Héldust myndirnar alveg á veggjunum hjá þér í skjálftanum? Þær hafa vonandi ekki hrist af veggjunum...

Vilma Kristín , 1.6.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Rebbý

ohh fast skot Vilma mín
Myndirnar voru í fínu lagi eftir skjálftann á fimmtudaginn   meiri usli við eftirskjálftana ...

Rebbý, 1.6.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Gott að heyra að þú skemmtir þér vel í vikunni.  Alltaf gott að fara á deit og djamm, er  einhver í sigtinu??  knús frá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:33

5 identicon

Huh mér finnst alveg að þú hefðir getað komið á ballið með mér á laugardaginn, þú varst hvort sem er kominn í sparigallann. Sjómannadagur og allir karllar í landi

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Snjóka

hahaha, ég var alveg búin að gleyma þessu "hrista myndir" dæmi, gott að skjálftinn var ljúfur við þig

Snjóka, 2.6.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband