busy dagar

Já nú er ég á kafi í síðustu launavinnslunni sem verður mín á pappír því næstu mánaðarmót verð ég bara nýjum launafulltrúa til halds og trausts - mikil hlakka ég til að hætta sem launafulltrúi en voðalega verður skrítið að vera ekki lengur í sambandi við alla vinnufélagana.
Með mér starfa um 230 manns og merkilegt nokk þá þykist ég geta fullyrt að ég þekki til ef ekki bara þekki vel um 190 af þessum einstaklingum þó við séum ekki öll starfandi í Reykjavík og nágrenni.

Hlakka líka mikið til að klára vinnudaginn á morgun því með mér vinnur meistarakokkur sem ætlar að halda smá matreiðslunámskeið í mötuneytinu okkar.
Nú læri ég kannski loksins að búa til góðan fisk, eða ég rétt vona að hann nái að koma einhverju inn í kollinn á mér því seint mun ég kallast öflug í eldhúsinu þó ég eldi nú alveg sæmilega ætan mat.

Svo á fimmtdag ætla ég að vera búin snemma að vinna (þ.e. klukkan 16:00) því þá er hátíð hjá fyrrum vinnuveitendum mínum og þangað ætla ég að skreppa og hitta vonandi sem flesta af gömlu vinunum .... á svo marga vini allstaðar að Pinch

Ætla að kalla þetta gott í kvöld - varð bara að láta vita af mér .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er ég ekki einn af þessum 190?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 28.5.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Vilma Kristín

Mmmm, hvenær er mér boðið í mat?

Vilma Kristín , 29.5.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Rebbý

Auðvitað ertu einn af þessum 190 Gísli minn ....

Vilma ... ég er nýbúin að bjóða þér í mat og þá vildir þú bara pylsur ... á ég að leggja í að bjóða þér aftur ....

Rebbý, 1.6.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband