Eurovisionplanið ...

Nú verður aldeilis horft á Eurovision næstu dagana .....

Ég er búin að bjóða Vilmu og syninum að koma til mín annað kvöld að horfa á stóra stóra 21" sjónvarpið mitt og leyfði þeim að velja hvað ég ætti að hafa í matinn .... pylsur var valið !!  
Ekki erfitt að gera þeim til geðs  Shocking
Þetta kvöldið ætla ég merkilegt nokk að halda með Póllandi.

Svo á fimmtudaginn fer ég að pikka múttuna mína upp úr ferðalagi og mun enda heima hjá henni að horfa á okkar fólk brillera.   
Ætlast náttúrulega til að við komumst áfram þrátt fyrir að vera fyrst á sviðið.

Næstkomandi laugardagskvöld er nefnilega stefnan tekin á að horfa á aðalkeppnina með vinnufélögunum og þá væri skemmtilegast að hafa bæði Ísland og Pólland að keppa svo einhver verði með mér fyrir framan sjónvarpið að horfa en ekki allir úti að reykja.

Annars hef ég ekki heyrt mikið af lögunum því ég missti alveg af þáttunum hans Palla, en er alveg sammála honum um að franska lagið sé snilld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sá eitthvað af þáttunum með Palla, ágætis sjónvarpsefni.  Ég ætla líka að vona að Íslendingar komist áfram, annars verð ég bara verulega spæld.  Góða skemmtun og áfram Ísland.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Ein-stök

Ojá.. áfram Ísland. Tek undir með Ásdísi.... yrði hrikalega spæld ef við kæmumst ekki áfram núna.

Til hamingju með Pólland - þér varð að ósk þinni þar

Ein-stök, 20.5.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Rebbý

bið alla afsökunar á þessu pólska dæmi mínu, agalega var þetta leiðinlegt lag

Rebbý, 20.5.2008 kl. 22:54

4 identicon

híhí já Rebbý mín, frekar dull og ég var mjög hissa að það skyldi komast áfram.  Mér finnst algjör snilld að hlusta á Simma í þularstarfinu.  "ef til væri réttlæti í heiminum væru öll rokklög sungin á finnsku" man þetta kannski ekki alveg orðrétt hjá honum.  En mér fannst vanta San Marino í þessi úrslit, hefðu mátt fara í staðin fyrir Pólland

Jóna Björg (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband