Nú er orðið langt síðan ég hef átt svona góðan sunnudagsmorgun.
Sit með appelsínusafann minn við stofugluggann og er að lesa nýjustu bloggin hjá bloggvinahópnum mínum og hef bara gaman af.
Voðalega hef ég nú samt saknað sumra ykkar, því það er svo misjafnt hvað ég hef gefið mér lítinn
tíma í að lesa færslurnar ykkar síðustu vikurnar.
Uppi í rúmi hjá mér steinsefur stjúpan mín og ég ætlaði bara ekki að tíma að fara framúr í morgun því það var svo gott að finna fyrir bröltinu í henni og heyra jamlið sem kom frá henni.
Hrafnhildur mín, þú verður bara að skamma mig í kvöld (eftir matinn samt - ætla að njóta hans) þegar þú áttar þig á að daman er bara ekkert þreytt og ekki til í að fara að sofa.
Rétt strax fara kirkjuklukkurnar að hringja og þá er spurning hvort daman vakni ekki. Það er ekki svo oft sem hún sefur hér um helgar að ég trúi ekki öðru en þær raski svefnró hennar.
Eigið góðan dag elsku vinir ....
Flokkur: Bloggar | 18.5.2008 | 10:41 (breytt kl. 10:41) | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir matinn í gær essskan. Hafið það rosa gott í dag, báðar tvær
Jóna Björg (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.