Mitt í öllu því sem ég þykist vera að gera núna datt mér smá saga í hug síðan um helgina sem ég bara verð að deila með ykkur til þess að þið getið betur dæmt um hvað ég er biluð svona dags daglega
Ég eyddi semsagt helginni úti á landi og hafi mikið gott af.
Það var samt keyrt í stresskasti austur fyrir fjöll og lón og svo þegar ég lenti loks á Höfn þá var partý farið af stað svo auðvitað skellti maður sér í sparistuðið og fékk sér einn eða tvo öl með vinunum.
Þegar liðið er vel á nótt og við komin heim af pöbbnum aftur og búin að rýma til í stofunni fyrir dansgólfi þá gerðist einn vinur minn aðeins fjölþreifnari en vanalega og ætlaði svo að kóróna dæmið með því að skella einum blautum á Rebbý vinkonu sína.
Nema hvað ....
Haldið þið ekki bara að ég sé enn ekki farin að læknast af purrinu mínu og þrátt fyrir nokkrar tilraunir milli hláturskasta okkar allra þá tókst litla krúttinu ekki að kyssa mig því ég purraði alltaf svo glæsilega að hann varð frá að hverfa.
Kannski bara þetta verði leynivopnið mitt í kk bindindinu
Athugasemdir
Hvað er allt þetta blaður um KK bindindi? Það er bara á færi ljóna... þú átt ekki séns ;)
Vilma Kristín , 6.5.2008 kl. 20:16
Purraðu bara á vinina, en þú prófar nú einhverja aðra, ekki algjört KK bindindi það gengur ekki til lengdar.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 21:31
Hvað er að purra?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.5.2008 kl. 23:33
hahahah þú ert yndisleg! Purraðu alveg þangað til sá rétti urrar á móti.....
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 01:03
Var að rúnta um bloggheima þegar ég rakst á mynd af prinsessunni á blogginu hennar gurrihar. Þú þarft svo að taka hana á námskeið í purri svo hún geti varist óþekku strákunum og tekið stjúpu sína til fyrirmyndar þegar þeir reyna að kyssa hana .
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:21
já - ekki var ég búin að sjá þessa elsku inni hjá Gurrí en æj hvað hún er nú alltaf sæt þessi elska.
en er hún farin að vesenast meira í strákunum? ekki eldri en þetta?
hvernig verður hún á okkar aldri Hrafnhildur mín
Rebbý, 12.5.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.