Stundum gott að eiga rólegan tíma

Áttu lausan tíma?   Það er sko eitthvað sem hefur skort hjá mér síðustu dagana.

Á mánudagskvöld tók ég aðeins til hendinni hérna heima og gekk frá eftir bramlbröltið í kringum herbergið mitt.  
Á þriðjudagskvöld var ég á námskeiði í vinnunni sem ætlaði eiginlega að ganga að mér dauðri og hefði gert hefði ekki verið fyrir samstarfsfélaga mína sem glæddu námskeiðið lífi.

Í gær var svo Vorfagnaður í vinnunni þar sem við grilluðum og fengum okkur bjór saman, dönsuðum, sungum, spjölluðum og knúsuðumst.
Ég vinn með skemmtilegasta fólki bæjarins og þau okkar sem starfa á útstöðunum eru ekki síður skemmtileg og þeir sem búa næst okkur skelltu sér í bæjarferð til að vera með.
Ég var agalega dugleg að mingla, enda partur af starfi launafulltrúans að þekkja allt starfsfólkið svo það voru margir sem ég þurfti að heilsa aðeins uppá og var búin að tala við flesta þegar ákveðið var að skella sér á ball um miðnættið.

Í dag þurfti ég svo aðeins að kíkja í vinnuna, undirbúa kjaftaklúbb morgundagsins, heimsækja múttu gömlu og er bara búin að vera einhverra hluta vegna á fullu síðan ég vaknaði, en ætla að skella einni mynd í tækið og eiga rólegt kvöld.

Framundan um helgina er svo kjaftaklúbburinn, hitta Vilmu og Snjóku og búa til mósaíkspegilinn fyrir svefnherbergið og vinna smá.
Mánudag og þriðjudag verður svo unnið fram eftir öllu til að taka launin því á miðvikudag ætla ég að hætta að vinna á hádegi og skella mér út úr bænum í afslöppun.
Það er hvergi sem mér líður betur en á Hornafirði og nú ætla ég þangað að hlaða batteríin Happy

Geri ekki ráð fyrir að það heyrist meira í mér fyrr en eftir það - nema náttúrulega í athugasemdakerfunum ykkar .......

GLEÐILEGT SUMAR ELSKURNAR MÍNAR - MÁ EKKI GLEYMA MÉR Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Gleðilegt sumar Rebbý!

Júdas, 24.4.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðilegt sumar stelpuskott

Ertu að segja mér að það séu að bresta á mánaðarmót eina ferðina enn?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Rebbý

Já Hrönn mín - skil ekki hvað það eru mörg mánaðarmót þessi árin - en þeim fækkar brátt þar sem ég er að láta launavinnsluna frá mér og ætla ég sko að eiga frí bráðlega á launavinnslutímabilinu

Rebbý, 24.4.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Vilma Kristín

Gleðilegt sumar

Vilma Kristín , 24.4.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Ein-stök

Gleðilegt sumar

Ein-stök, 24.4.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Snjóka

Gleðilegt sumar

Snjóka, 24.4.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar kæra vinkona

Kolbrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 06:30

8 identicon

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Jóna Björg (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:44

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 09:50

10 identicon

Gleðilegt sumar

Dóra Valg (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:44

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt sumar Rebbý mín og fáðu þér nú snúning um helgina Cinco Dancer  Cinco Drinker

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 20:41

12 identicon

Eftir að hafa fengið þá ánægju af því að kynnast þér, þá get ég lofað þér því að ég gleymi þér ekki. Um að gera að hlaða batteríin.

Kærar kveðjur og knús úr norðrinu - hafðu það yndislegt!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 00:30

13 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar:)

Kolbrún Jónsdóttir, 26.4.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband