"Æ Rebbý, mig vantar svo eitthvað skran fyrir árshátíðina í kvöld"
Svona sakleysislega hljóðaði beiðni Vilmu um að ég kæmi með henni í Smáralindina að finna hálsmen við kjólinn sem hún var búin að redda sér fyrir kvöldið.
Klukkan var ekki orðin hádegi svo það var ákveðið að við myndum gera okkur þannig útlits að fólk þyrfti ekki að taka á sprettinn og flýja þegar það sæi okkur (sem sagt fara í sturtu, klæðast og greiða okkur) og svo kæmi hún hingað að sækja mig og við fengjum okkur hádegismat og svo kíkja í eins og eina búð til að finna "skran"
Núna er rétt klukkutími síðan ég kom heim úr þessum leiðangri og klukkan er hálf níu að kvöldi.
Vissulega byrjuðum við á að kíkja aðeins í búð en fundum ekki skran þar heldur rosalega fallegar ermar sem pössuðu rosalega vel við kjólinn sem hafði fengist að láni fyrir kvöldið.
Í þar næstu búð fundum við rosalega fallegt hálsmen og eyrnalokka og daman bara nokkuð hamingjusöm með afrakstur dagsins.
4 búðum síðar (af hverju þær urði fleiri veit ég ekki alveg) finnum við reyndar jakka til að vera í svona yfir öllu batteríinu og eftir aðeins meiri eftirgrennslan fannst þar rosalega flottur kjóll sem passaði við allt sem keypt hafði verið, nema hvað það þurfti auðvitað að kaupa öðruvísi undirföt við þennan kjól þar sem hann var öðruvísi flegin en sá sem fyrr hafði verið á dagskránni að nota.
Nú var ætt af stað að finna undirföt og það tókst eftir dágóða stund og smá herðatrés klúður.
Næst var það nýr ilmur
Svo var farið að leita að samkvæmisveski til að toppa nýja gallann.
Allavega klukkan að verða 5 var ætt út með nokkra poka yfir í vinnuna hennar því það átti eftir að prenta út og klippa til efni fyrir stóra kvöldið og auðvitað hafði Vilma tekið það að sér þar sem hún vissi að hún væri svo gott sem tilbúin til að mæta bara þegar hún vaknaði um morguninn.
Síðan var mér hent út úr bílnum á ferð fyrir utan heima hjá mér að ná í samkvæmisveskið (það hafði ekki fundist í Smáralindinni) hárlakk, froðu og ekki síst bílinn minn.
Kl rúmlega 6 náði daman að fara í sturtu, við taka til hárið á henni í sameiningu (já Vilma, ég tek sko heiðurinn af því að þú náðir þessu öllu) skellt upp andliti og svo drifið í fötin, setja upp "skranið" ganga frá nauðsynjunum í veskið og svo hlaupið út og gott ef hún kom ekki næst síðust á svæðið en engin smá pæja.
Ég sé hana fyrir mér hafa labbað inn eins og um royalty hafi verið að ræða þar sem allir hafa snúið sér við og blindast af óheyrilegri fegurð hennar.
Vona vinkona að kvöldið verði jafn skemmtilegt og dagurinn var
Ef ykkur vantar "personal shopping assistant" þá bara hafa samband .....
Athugasemdir
Gott að vita af þér, svo eldklár í innkaupum. þú ættir kannski bara að auglýsa og taka svona að þér, mörgum gengur illa að ákveða sig. Hafðu það gott elskan.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:30
Krútt!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:43
Svona á að versla. Maður fer út eftir tvinnakefli og kaupir saumavél. Maður fer út eftir lærisneiðum og kemur með eldhúsinnréttingu komplett.
I love it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 13:52
Rebby hefur tekið svona að sér áður með góðum árangri:)
Kolbrún Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 15:24
Frétti einmitt að þetta hefði verið svona snilldar "shopping" ferð, fæ að koma með ykkur næst bara til að sjá Vilmu missa sig svona í versluninni aftur(og vonandi þig líka)
Snjóka, 20.4.2008 kl. 21:18
He, he, kvöldið var ljómandi og ég var flottust... langflottust.... En ég held samt að þetta hafi verið svona "once in a lifetime" moment... ÉG er sko ekki vön að missa mig í búðunum...
Vilma Kristín , 20.4.2008 kl. 23:25
Hætt að blogga?
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Þröstur Unnar, 24.4.2008 kl. 10:52
Gleðilegt sumar dúllan mín
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:49
Gerði þetta bara til að heyra í þér Þröstur minn
GLEÐILEGT SUMAR ÖLL - dúllur, snillingar og þið hin
Rebbý, 24.4.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.