Þegar ég flutti hér inn þá hannaði ég þetta líka fína munstur fyrir ofan rúmið mitt en fannst það eitthvað svo brjálað upp á síðkastið að á köflum held ég bara hreint út sagt að það hafi haldið fyrir mér vöku svo það var bara ekki að ganga lengur.
Ég fann mér voðalega fínann sand lit fyrir veggina mína.
Keypti mér líka gyllta málningu fyrir listana því málið var sko að mynda mér rómantískt en jafnfram voðalega afslappað herbergi.
Keypti voðalega fínar gylltar blómalengjur í IKEA sem voru planaðar upp frá náttborðunum upp fyrir hilluna sem geymir uppáhaldsbækurnar mínar.
Vá þvílíkt plan !!!
Raunin varð auðvitað önnur.
IKEA blómin festust ekki á málaða vegginn minn svo þau enduðu á svaladyrunum (sem er að drukkna í ofvexti blóma núna)
Gyllta málningin er græn þegar hún kemur á við og sem betur fer hafði ég aldrei þessu vant verið svo gáfuð að taka með mér svona hræbillega viðarmyndaramma sem ég byrjaði að mála og sjá hvernig gyllti liturinn kæmi út.
Sandliturinn er svo langt frá því að vera í raun litur að ég hef bara aldrei átt eins óspennandi herbergi á ævinni og í gær ætlaði ég bara ekki að sofna vegna leiðinda.
Næsta helgi verður tilraun 2 til að gera fínt inni í herbergi ...... verð að gera betur þá ....
Flokkur: Bloggar | 14.4.2008 | 21:34 (breytt kl. 21:38) | Facebook
Athugasemdir
Ég vona að þér þyki ég ekki leiðinleg (svona miðað við hrakfarirnar) að segja það..en mikið hafði ég gaman af því að lesa þessa frásögn þína
Þú segir svo skemmtilega frá .. hlakka til að fylgjast með framhaldinu 
Takk fyrir mig
Ein-stök, 14.4.2008 kl. 21:42
Þetta hljómar kunnuglega, þetta með blómin sem ekki festast. Hehe, story of my live.
Bíð spennt eftir framhaldi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 08:08
Ohhh hvað ég skil þig. Mig dauðlangar að mála aftur alla íbúðina sem við máluðum í byrjun júlí í fyrra
verst hvað mér finnst leiðinlegt að mála - heima hjá mér - allt annað að mála heima hjá öðrum 
Jóna Björg (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:18
Enda stóðstu þig eins og hetja við að mála íbúðina mína forðum Jóna mín
Mikið sem var hlegið að mér með þau plön að við tvær myndum mála íbúðina á 2 dögum bara svona eftir vinnu ..... en hófst þó
Rebbý, 15.4.2008 kl. 10:48
rómantíkin er bara að segja þér að hún býr í sjálfri þér enn ekki einhverri málningu eða gullblómum - þó auðvitað hjálpi það til og gleðji augað.
Er viss um að þetta veit á að prinsinn fer að dúkka upp fyrr en varir
Berglind Elva (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:12
hahahahaa, veit ekki alveg hvort þetta er verra en dökkbláa og rústrauða stofan mín forðum daga
Spurning hvort þú viljir mína hjálp við að laga svefnherbegið.... gæti endað með málningaslettum og djammi!
Anna Stína (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:43
ástin mín, ertu að setja út á fínu stofuna sem við máluðum saman?
kannski reyndar hafa vit á því að drekka ekki fyrir undirbúning og málun eins og við gerðum forðum þegar stofan þín var máluð
Rebbý, 15.4.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.