bráðið hjarta ..

Veit ekki hvernig ég á að segja þetta öðruvísi en bara beint út.

Stjúpan mín og mamma hennar kíktu til mín í vinnuna í dag með rósir og nammi handa mér.
Langt er orðið síðan ég hef séð þær mæðgur svo þetta var mjög ánægjuleg tilbreyting á annars frekar daufum degi.

Rósirnar og nammið komu frá stjúpunni bara af því ég er best InLove

Eins voru þær að athuga hvort það mætti setja nafnið mitt niður í erfðarskrá móðurinnar svona sem mögulegur forráðamaður dömunnar ef pabbi hennar yrði ekki til staðar.
Ekki það að mamman á marga áratugi eftir og allt það, en hvaða fyrrum stjúpmömmur fá svona ósk framborna.

Hvað þær mæðgur eru bestar og hvað ég er með bráðið hjarta .... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

En yndislegt  Held að þetta segi meira en mörg orð um það hvernig manneskja þú ert mín kæra  En það er frábært að til er svona yndislegt fólk eins og "mamman" sem kann að meta þig og sér mikilvægi þitt í lífi "stjúpunnar". Ég segi bara til lukku með þetta því ég get rétt ímyndað mér hvað þetta hefur gert fyrir þig.

Ein-stök, 11.4.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Æðisleg færsla Rebbý mín.... þú hefur reynst dótturinni vel :)

Kolbrún Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikið skelfing hlýtur þú að vera traust og góð manneskja.  Það segir margt að konan sjái þig sem einhvern sem hún treystir fyrir barninu sínu.  Þetta er með því fallegra sem ég hef heyrt lengi.

Gógörlí

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 08:40

4 identicon

Þú ert auðvitað bestust og þú hefur reynst stjúpunni litlu einstaklega vel öll þau ár sem þú hefur þekkt hana og mamman kann greinilega vel að meta það. 

Jóna Björg (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 10:56

5 identicon

Ekki það að þetta komi mér neitt á óvart , þú ert BARA krúttleg....

kv Ása B

Ása (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 12:49

6 identicon

Skil vel að þú sért með bráðið hjarta.... mitt bráðnaði líka!  Þú ert svo sannarlega traustsins verð, hefur sýnt það alveg frá byrjun, krúttið mitt!  Stjúpan er virkilega heppin að eiga þig að!

Anna Stína (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 08:32

7 identicon

Ég fékk bara tár í augun. Ekki skrýtið að hjartað bráðnaði, en ég held líka að það séu fáir sem nái að stíga nálægt þínum sporum í þessum málum.

Dóra Valg (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:55

8 identicon

Yndislegt að lesa þessa færslu - þetta segir allt um hjarta þitt og góðmennsku

Berglind Elva (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:34

9 Smámynd: Rebbý

  stjúpan mín er líka bara best og sætust
má ekki gleyma að segja vel uppalin af mömmu sinni og auðvitað mér þar sem ég tel mig eiga svolítinn part í henni

Rebbý, 14.4.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband