mislukkaður flótti frá vinnu

Klukkan var 15:38 og ég ætlaði að læða mér út án þess að nokkur sæi fyrst ég var að stinga af svona "snemma" heim úr vinnunni.

Læddi mér að bílnum mínum og dró fram fjarstýringuna af hurðinni, ýti á "úr lás" takkann og beið en það kom ekkert blikk á ljósin.  
Labbaði nær og hélt áfram að hamast á takkanum en ennþá gerist bara ekki neitt.   
Þegar ég var komin svo gott sem ofan í bílinn og enn gerðist ekkert þá ákvað ég að batteríið væri bara búið í fjarstýringunni, skellti lyklinum í lásinn og opnaði, settist inn og setti í gang en ...... ekkert gerðist.

Kíki á mælaborðið og sé að ég hef gleymt að slökkva á ljósunum í morgun ..... "bjáninn þinn" hugsa ég um leið og ég læði mér út á verkstæði sem er á svæðinu hjá okkur og bið stráka mína um að redda mér startköplum.
Óli sæti kemur með mér út með startkapla á einhverjum vagni og ég tek aftur hurðina úr lás með lyklinum, opna húddið og hann skellir köplunum á og segir mér að prufa að gangsetja kaggann og BÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍ  þjófavörnin fer á fullt þar sem þessi elskulegi öldungur heldur að það sé verið að stela sér. 
Ég hoppa aftur niður úr bílnum, læsi honum aftur og hann þagnar, reyni aftur við fjarstýringuna en enn gerist ekkert svo ég opna hann aftur með lyklinum og hann byrjar að væla svo ég læsi aftur og hann þagnar.
Þegar þarna var komið voru strákarnir farnir að fjölmenna við bílinn minn að fylgjast með hvaða hávaði þetta væri og þegar áhorfendur voru orðnir nægilega margir í gluggunum líka þá loksins tekst mér að opna öldunginn með fjarstýringunni og setja í gang.

Mæli ekki með því að þið reynið að stinga af snemma frá vinnu því sannleikurinn kemur greinilega alltaf í ljós ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er bílfjandinn beintendur við yfirmanninn?  Kona spyr sig.  Óréttlæti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 20:19

2 identicon

Tíhí.....gott á þig.....næ,næ meina þetta nú ekki alveg frá hjartanu, bara að kvitta fyrir innlitið. kv Ása B

Ása (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Vilma Kristín

:) Þetta hljómar eins og eitthvað sem ég myndi lenda í... he he

Vilma Kristín , 11.4.2008 kl. 07:10

4 Smámynd: Ein-stök

 Brilliant... í fyrsta skipti sem ég hlæ í dag. Takk fyrir mig

Ein-stök, 11.4.2008 kl. 14:28

5 Smámynd: Rebbý

Verði þér svo að góðu ein
man þetta næst þegar þú ætlar snemma heim Ása mín .....

Rebbý, 11.4.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband