lögst í flensuna aftur og nýbúin og var þá líka bara nýbúin
Verð víst bara að sætta mig við það að ég sé veik, að líkaminn hafi réttara fyrir sér en kollurinn sem er ekki alveg að nenna þessu.
Veit held ég ekkert leiðinlegra en vera veik heima.
Ekki misskilja mig, mér finnst íbúðin mín yndisleg, líður hvergi betur en hér - þ.e. þegar ég er hér af fúsum og frjálsum vilja.
Hendi einni spurningu yfir til ykkar ..... mælið þið með einhverri sýningu í Borgarleikhúsinu umfram aðra?
Við Gunni erum að fara á hið fullkomna stefnumót, svona fyrir utan það að þetta séum við tvö en ekki einhver annar af hinu kyninu.
Verðum reyndar að viðurkenna að það er líka fínt að það séu bara við tvö, verðum þá allavega ekki að upplifa vandræðalegar þagnir í miðju borðhaldi
Eigum nefnilega boðsmiða út að borða 3ja rétta með léttvíni og flottheitum og einnig miða fyrir 2 í Borgarleikhúsið.
Nú er bara að fara að velja sér stykki að sjá og dagsetningu í þetta.
En farin að leggja mig ....
Flokkur: Bloggar | 8.4.2008 | 09:25 (breytt kl. 09:27) | Facebook
Athugasemdir
Þetta endar með brúðkaupi.....
Get ekki mælt með neinni sýningu - ekki vegna þess að þær séu allar leiðinlegar, heldur vegna þess að ég hef enga séð...
Sofðu rótt
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 09:35
Ég fór á Kommúnuna um daginn og skemmti mér vel. Er svo að fara á Jesus Christ Superstar á laugardaginn, læti þig vita hvernig sú sýning er, örugglega góð fyrir alla rokkara . Eruð þið búin að sjá Ladda 6-tugur? Það er alveg frábær sýnining. Laddi svíkur aldrei .
En annars góðan bata essskan, farðu vel með þið og ekki vera erfiður sjúklingur
Jóna Björg (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:36
takk Jóna mín, reyni að vera ekki erfið við mig sem sjúklingur hehe
við erum bæði búin að sjá Ladda og það er það eina sem við höfum bæði séð .... svo samstíga eitthvað í þessu öllu
Rebbý, 8.4.2008 kl. 11:58
farðu vel með þig - hundleiðinlegt að vera lasin heima, þú átt samúð mína
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:28
Æi greyið þú Alveg sammála þér með að þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég hef líka fengið minn skerf af veikindum undanfarna mánuði og alveg búin að fá nóg af því. Er ekki sumarið að koma?
Farðu vel með þig og góðan bata
Ein-stök, 8.4.2008 kl. 16:55
Hummm ? um vítamín og líkamsrækt hehe
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:12
Vonandi batnar þér fljótt og farðu vel með þig, borgar sig ekki að fara of snemma af stað. Get þvi miður ekki mælt með neinni leiksýningu enda langt síðan ég fór í leikhús síðast en Jesus Christ Superstar býður að minnsta kosti upp á góða tónlist
Snjóka, 8.4.2008 kl. 23:02
Láttu þér nú batna mín kæra
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.4.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.