Jæja nú er sennilega búið að afskrifa mig úr öllum Ljónapartýum framtíðarinnar og einnig þeim stjörnumerkjapartýum sem þeim dettur næst í hug að halda.
Við Gunni vorum bæði slöpp og þar sem hann hafði náð að sitja með fullan bjórinn sinn fyrir framan sig allt kvöldið þá ákvað ég að nýta mér farið með honum heim um 23:30 og fékk fullt af miður fallegum augngotum að launum.
Þegar við fórum var rétt að byrja almennileg stemming í húsinu enda verið að byrja kennslu á fiskadansinum. Vilma og Margrét Birna fóru þar fremstar í flokki og eitthvað af hugbúnaðarliði og kattarvinum að bæði fylgjast með og eins að læra skrefin.
Þið tókuð ykkur vel út en þar sem takturinn er svona mikill í mér þá tel ég mig ná þessu flókna fyrirbæri í næsta partýi og næ þannig að vera með í danshópnum
En Snjóka mín og Vilma, námskeiðið verður haldið síðar og þá lofa ég að vera ekki með svona "non alcohol" vesen í gangi eins og síðustu mánuðina þegar þið eruð í nálægð.
Athugasemdir
Hvaða rólegheit voru í stelpunni?? maður spyr sig
Berglind Elva (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 11:17
Ég reyndar verð örugglega rekin líka ef ég fer ekki að bæta mig, fór nefnilega heim kl. 02 með hausverk og nánast ekkert búin að drekka allt kvöldið. Hætti að drekka vegna söknuðar eftir að þið fóruð
Æfði samt dansinn smá og við Vilma kennum þér eitthvað á móti fyrir námskeiðið sem verður að vera mjög fljótlega, gengur ekki svona lengur
Snjóka, 6.4.2008 kl. 12:41
Fór Gunni heim þér ??? eeee smá djók eigðu góða viku vina min
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 23:18
nei Ásdís mín, held að við Gunni "sofum" ekki saman aftur svo við sofum bæði í okkar rúmum
Rebbý, 7.4.2008 kl. 16:51
Það vita allir hvað þú ert öflug Hrefna......meira að segja þessir allra hörðustu geta átt slæma daga :)
Helga Fjóla Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.