Ljónin mín stór og smá ...

Það var einstaklega fallegt eitthvað að horfa út um stofugluggann minn í morgun.  
Fánarnir við verslunarmiðstöðina varla haggast, sólin skín, krakkar úti að leika sér og hestafólk á ferð ..... þetta er toppurinn.

Sat og hlustaði á tónlist, borðaði morgunmatinn og milli þess að ég las bloggin hjá vinum og bloggfélögum þá gat ég ekki annað en horft út í góða veðrið. 
Nú langar mig bara að skella mér út úr bænum og sjá hvort vorið sé að koma allstaðar.  
Mest langar mig þó að skella mér í Jökulsárlónið í smá siglingu, en að verður víst ekki þessa helgina enda ég búin að lofa mér í gleði í kvöld.

Ljónin mín eru orðin svo langeyg eftir Ljónapartýinu (sem er árlega kringum 20 júlí) að boðað var til Hrútapartýs í kvöld og skildu mæting fyrir Ljónin og aðdáendur þeirra.   Skilst þó að einn Hrútur hafi fundist í aðdáendahópnum svo við getum þá skálað fyrir honum.
Merkilegt hvað mikið af vinum mínum og kunningjum eru ljón fyrst þau ná að halda úti stærðarinnar partýi ár hvert.  Tounge

En best fyrir mína að kunna sér hóf í gleðinni, bæði búin að leggjast aftur í veikindi (eins og páskarnir hefðu ekki átt að vera nóg) og að fá "the bad boy" í heimsókn á morgun að klára eitthvað af viðgerðinni ... skil ekki alveg sjálf hvað varð eftir, en hann sá eitthvað að viðgerðunum sem hann taldi Meyjuna ekki geta lifað með þrátt fyrir að ég sæi ekkert að (sést hvað ég er stundum ekki mikil Meyja).

En er rokin út í góða daginn að reyna að gera eitthvað uppbyggilegra en hanga á netinu.
Eigið fallegan vordag öllsömul ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er góður dagur það er satt.  Hrúturinn ég  ætla að fara að drífa mig út og viðra mig.  Skemmtu þér vel í kvöld mín kæra   Rave 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Ein-stök

En sniðugt! Ég á líka mikið af ljónavinum.  Við höfum þó ekki séð ástæðu til að halda sérstök ljónapartý en.. það er alveg hugmynd  

Njóttu dagsins - ég er líka á útleið að gera það sama

Ein-stök, 5.4.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á yndislega, frábæra, stórskemmtilega, greinda og einstaka ljónadóttur, fædda 17.08.78.  Skálaðu fyrir henni.

Var að koma úr langri gönguferð í sólinni.  Það var ólýsanlega dásamlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, já - nú er spurning hvort hrútapartý haldið af eintómum ljónum verði árviss atburður... sjáum til eftir kvöldið sem eru auðvitað ekkert nema upphitun fyrir næstu ljónahátíð, allir aðdáendur velkomnir :)

Vilma Kristín , 5.4.2008 kl. 15:07

5 identicon

Ég er með nokkuð marga hrúta í kringum mig, á öllum aldri þannig ef þig vantar þá hefurðu bara samband elskan ;o). (Bara svona svo þú getir sagst vera með alvöru hrútapartý sko)

Dóra Valg (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:27

6 Smámynd: Snjóka

held að hrútapartýið sé búið að fá fastan sess hér eftir (segi það fyrirfram þar sem ég veit að það verður svaka stuð) og nú er kominn tími til að þú hættir að vera róleg..... er ekki fyrsta kennslustund fyrir hin ljónin í kvöld???

Snjóka, 5.4.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband