Ég hef alltaf átt handlagna menn í lífi mínu (fyrst pabba og svo fyrrum eiginmanninn) svo ég hef ekki þurft að gera margt sjálf á heimilinu annað en skipta um perur eða batterí í tækjum og tólum (og ekkert dótakassa komment núna)
Núna var þó svo komið að dimmerinn í stofunni var farinn, önnur löppin á borðstofuborðinu ónýt, hurðarnar á nýja ísskápnum opnuðust í vitlausa átt og enn bara rússi í svefnherberginu.
Þar sem einn af strákunum í lífi mínu (the bad boy) er handlaginn með eindæmum og áður búinn að sýna hæfileika sína við að bora og setja upp allar hillurnar hérna heima þá nýtti ég mér tækifærið meðan við erum enn að hittast og bauð honum í heimsókn með tækin sín og núna bara sit ég með allt nýviðgert.
Held samt að ég ætti að finna mér enn eitt námskeiðið til að kíkja á, vitið þið um handlaginn 101 námskeið ....
Athugasemdir
Heppin, handlagnir menn er gullmolar, aldrei of mikið af þeim. Knús til þín elskan og hafðu það gott
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 22:01
Hvernig væri að fá sér altmugligman, getur sinnt öllu frá hinu smæsta til þess minnsta
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 23:31
mig vantar svona mann eða skelli mér á svona námskeið með þér - er með rússneskt í stofunni og búin að bú hér í rúm 4 ár... ekki gott
Berglind Elva (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:31
Úff hvað þessi færsla bauð upp á margt til að snúa út úr, en ég skal hemja mig! Af hverju eru ekki haldin námskeið fyrir þá sem eru ekki handlagnir? Mig langar svo að læra t.d. að breyta rússa í almennilegt ljós!
Vona að slæmi handlagni töffarinn stoppi sem lengst!
Anna Stína (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.