Í tilefni þessa erfiðasta dag ársins fyrir okkur auðtrúa fólkið þá verð ég að segja ykkur yndislega sögu frá því ég eignaðist fyrsta bílinn minn.
Pabbi heitinn hefur alveg vitað hvað hann var að fara þegar hann keypti fyrsta bílinn handa mér.
Keypti gamla Mözdu station svo ég yrði nú ekki of mikil gella. Mér fannst ég samt bara flott á honum og oft voru ansi margir farþegar í henni þar sem það var svo gott pláss í skottinu og eins fóru einhverjir rúntinn sitjandi á húddinu á henni.
Nema hvað hann þekkti líka dóttur sína af öðru, og það var af glannaskap og ást á hraða (sá það á hestgreyjunum þegar þeir komu í hús sveittir og móðir eftir kappið sem ég vildi fara í).
Hann keypti þess vegna bíl sem var þeim ókostum gæddur að hafa bilaðan 5. gír og hann tjáði mér strax að ef ég setti bílinn í 5. gír þá myndi ég eyðileggja bílinn.
Auðvitað keyrði ég svo eins og svín með bílinn ávallt í 4.gír og reyndi að komast eins hratt og ég gat þannig (tek fram að ég hef vitkast smá síðan þá) og blótaði því í sand og ösku að geta ekki skellt honum í 5. og náð aðeins meiri hraða.
Að lokum ákvað ég að hraðinn væri meira virði en bíllinn svo ég skellti honum í 5. gír kvöld eitt á Sæbrautinni og viti menn ... fyrstu kílómetrana gerðist ekkert, en svo datt varadekkið undan bílnum svo ég þurfti að snúa við og leita að því.
Bíllinn skemmdist vissulega ekki, en álög höfðu greinilega verið sett á hann .....
Athugasemdir
Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 16:08
Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri. pabbar eru sniðugir
Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 18:21
Pabbi þinn var greinilega snillingur! Frábær saga
Ein-stök, 1.4.2008 kl. 19:06
hahaha ... bara snilld - skemmtilega sagt frá eins og þér einni er lagið - færð mig alltaf til að brosa og það er svo gott
Berglind Elva (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.