Kirkjuklukkur og skólabjöllur = enginn svefnfriður

Alla páskahelgina er ég búin að vakna fyrr en ég hafði áætlað. 
Stundum vegna heilsunnar, stundum vegna kirkjuklukknanna og svo hina dagana eins og í morgun vegna bjöllunnar í skólanum að hringja inn úr frímínútum 
Merkilegt að það sé ekki hægt að slökkva á þessari yndislegu bjöllu svona þegar frí er í skólanum.

Í morgun hvarflaði reyndar hugurinn aftur til Austurbæjarskólans míns og Indriða dyravarðar.
Við vorum miklir félagar og þar sem ég bjó í vesturbænum og var alltaf keyrð í skólann fyrir allar aldir þá fékk ég að fara inn með Indriða og ýmist bara sitja í makindum mínum frammi á gangi að lesa eða fara með honum og kveikja ljósin og gera tilbúið fyrir daginn.
Það var alltaf gaman að flakka með Indriða um skólann og merkilegt hvað draugagangurinn var enginn þegar hann var nálægur.  
En svo samhengið náist þá nefnilega bilaði bjalla Austurbæjarskólans mjög reglulega þegar ég var þar nemandi og fékk ég á stundum heiðurinn af því að fara út með stóra bjöllu og hrista hana af öllum mætti svo það heyrðist í henni út um alla lóð skólans.

Verð að fara að nýta mér að þekkja starfsmann í skólanum í dag og kíkja til hennar í heimsókn og sjá hvort ég fái ekki túr um húsið, skoða gömlu aðstöðuna okkar, salinn, eldhúsið, sundlaugina og ekki síst háaloftið og sjá hvort það búi nokkuð þar lengur.   Svo má ekki gleyma að skoða myndirnar af allri fjölskyldunni minni hangandi upp á veggjum, ef þær eru þar enn bekkjamyndirnar gömlu.

Svo er bara skondið hvað heimurinn er lítill því fyrir rétt rúmu ári síðan þá fór ég á nokkur stefnumót með afabarninu hans Indriða .... sá held ég að hafi hlegið dátt að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, var í Meló og elska það hús.  Lyktin, bónaðir fletir, allt vekur upp geggjaða nostalgíu.

Skil þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gamlir skólar eru skemmtilegir. Heima var líka svona bjalla sem var lamin út og suður, en hún átti það til að týnast.  Alltaf gaman í skóla eftirá. Bell 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Vilma Kristín

Er ekki bara ágætt að vakna snemma? Halda manni í þjálfun fyrir komandi vinnuviku?

Vilma Kristín , 24.3.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Rebbý

Vilma nú ertu ekkert skemmtileg, veistu hvernig næstu 2 vikur verða hjá mér í vinnu ...... vil ekki hugsa um næstu daga .... martröð

Rebbý, 24.3.2008 kl. 14:44

5 identicon

Oooohhhh, ég verð nú að segja að maður flaug nokkur ár aftur í tímann við þennan lestur og hugsunin um hvað þessi maður átti nú mörg önnur nöfn hjá okkur ;o). Ábyggilega gaman að fara og skoða skólann og sjá nú nokkur kunnuleg andlit.

Dóra Valg (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:28

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég man vel eftir Indriða Þekkjumst við kannski? Hvenær varst þú í skólanum? Má ég vita hvaða árgangur þú ert? Ég er '74. Sendu mér póst ef þetta er einkamál e-mailið mitt er á síðunni minni. 

Laufey Ólafsdóttir, 25.3.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: Rebbý

Laufey - ég er 70 módelið svo við höfum örugglega einhvern tíman sést - óvíst þó að við munum eftir hvor annarri enda fjöldi nemenda þarna.
Ég var þarna frá 6 ára aldri og stakk af bara frá 9. bekknum í annan skóla

Rebbý, 25.3.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband