Vaknaði í morgun hálf slöpp eitthvað andlega og búin að vera svona í allan dag en var bara ekki að skilja hvað var að angra mig.
Ég var búin að lofa stjúpunni minni að hún mætti koma í dag og vera hjá mér eina nótt en var alveg á mörkunum með að afboða gistinguna því mér fannst ég svo ómöguleg eitthvað að öllu leiti svo ég taldi víst að ég myndi ekki ráða við þessar vanalegu yfirheyrslu hennar um hvort ég væri ekki einmanna svona búandi ein og eiga ekki mann og ekki börn.
Þessi elska hefur haft áhyggjur af mér síðan hún kom í fyrsta sinn til mín eftir að ég flutti hingað inn og skilur auðvitað ekki hvernig hægt er að láta sér líða vel ein, enda ekki nema 11 ára pæja.
En, þetta er prinsessan mín og ekki of oft sem við hittumst svo ég reyndi að kjafta bömmerinn minn í kaf í huganum og sótti hana svo.
Við skruppum svo í bíó og fórum eftir það á Pizza Hut að fá okkur kvöldmat og svo þegar heim kom þá lögðumst við aðeins upp í rúm að kjafta.
Þar sem við láum uppi í rúmi að ræða hvað hún sé að verða mikil pæja, farin að spá mikið og útlitið þá lét ég hana máta hring sem ég átti, hálsmen og eyrnalokka.
Ég hafði fyrir löngu ákveðið að byrja að gefa henni hluta af skartgripunum mínum, en vildi samt bíða þangað til ég treysti því að þetta tapaðist ekki á fyrsta degi (heldur degi 3)
Hún mátaði hringinn og var rosalega ánægð og skellti svo á sig hálsmeninu og eyrnalokkunum og spyr af hverju ég vilji ekki eiga þetta lengur.
Svarið mitt var jafn einfalt og andlega stemmingin, "ég er bara ekki svona pæja lengur".
Það lá ekki á viðbrögðunum frá henni ........ þú ERT og hefur ALLTAF VERIÐ pæja og svo fylgdi þétt knús í kaupbæti
Deginum og bömmernum reddað á nokkrum mínútum. Lífið er yndislegt...
Flokkur: Bloggar | 9.3.2008 | 20:28 (breytt kl. 20:31) | Facebook
Athugasemdir
Mikið svakalega er þetta falleg frásögn.... börn eru yndisleg (og þú hefur líka alltaf verið það)
Kolbrún Jónsdóttir, 9.3.2008 kl. 20:45
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 13:15
yndislegt!
Laufey Ólafsdóttir, 12.3.2008 kl. 15:07
Þú ert sko mega pæja
Jóna Björg (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:29
hey! hey! nú er allt á fullu - alltaf að verða bjartara og bjartara... svo brostu nú framn í heiminn og heimurinn mun skælbrosa til baka ;)
knús á þig flotta stelpa :)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.