Persónulegur stórsigur ....

Jæja ég vann persónulegan stórsigur í kvöld (að mínu mati) þar sem ég skrapp með nokkrum vinnufélögum niður í Keiluhöll þar sem ég ætlaði að fá mér einn öl með þeim og horfa á þau spila keilu. 
Þeir sem þekkja mig persónulega vita að ég á afskaplega bágt með að gera hluti sem ég veit ekki hvort ég ræð við.   Þannig hef ég aldrei spilað keilu þrátt fyrir að hafa farið þarna niður eftir mörgum sinnum á árum áður, en ég fékkst aldrei til að gera mig að fífli og taka leik.
Í kvöld fékk ég bara engu ráðið.  Ég var skrifuð í liðið "Le Chicks" og mátti barasta gjöra svo vel og klæða mig í þessa úber lekker skó og taka þátt.
Fyrstu skotin voru nú ekkert sérlega glæsileg og tókst mér að klúðra einu og öðru.  Ef það hefðu verið veitt verðlaun fyrir besta floppið þá hefðu þau komið mér í hlut.   En ég endaði þó með 48 stig og bara nokkuð sátt við mitt.

Nú er bara að finna eitthvað annað fyrir mig til að sigrast á og sjá að það er allt í lagi að gera sig að fífli af og til ..... maður verður jú að hafa húmor fyrir sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bingó Það verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér!

Ég fór einu sinni í keilu, fór einmitt í þessa úberflottu skó og mundaði kúluna ákaflega fagmannlega. Miðaði á miðuna á brautinni og tók verulega flotta sveiflu. Missti kúluna og hún rann listilega AFTURÁBAK inn í afgreiðslu!!

Ég hló svo mikið að ég varð að setjast á gólfið.........

Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mér finnst alveg ótrúlega gaman í keilu...... en fór þó ekki að stunda hana fyrr en ég fór að fara með strákunum mínum.

Kolbrún Jónsdóttir, 9.3.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Rebbý

 Bestu kveðjur frá Florida.

Var fjölmenni í Keiluhöllinni?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.3.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Rebbý

Gísli minn það var troðfull Keiluhöll en fjöldinn var ekki á okkar vegum.
Nettur hópur af fólki sem kom þó og náði að hrista sig saman og stefnum á keilu þessi hópur fljótlega aftur, þá kannski bætist eitthvað í hann.
Nú er bara spennan að sjá hvernig mætingin er á dansnámskeiðið á morgun ..... ótrúlega mikið að gera eitthvað í félagslífinu tengt vinnunni þessar vikurnar.
Vona að þið séuð að njóta ykkar í fríinu

Rebbý, 9.3.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugmynd að nýju uppátæki: Teygjustökk.  Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband