Að vera eða ekki vera ..... með vöðvabólgu.
Eftir svakalega vinnutörn síðan í október var aldeilis komin tími á að fara snemma heim og hitta elskuna hana Sigrúnu sem var að nudda mig reglulega í haust.
Eftir að ég skar mig í lófann þá tók ég smá pásu hjá henni (enda verður að vera hægt að nudda lófann líka) en vegna anna í vinnunni þá endaði pásan sem 5 mánaða stopp.
Eins og þetta er vont meðan á því stendur, gott þegar heim kemur og aumt á morgun þá mæli ég með því að allir skreppi í smá nudd reglulega.
Núna í kvöld er stefnan svo tekin á að fá sér gott að borða, velja sér mynd á VOD-inu og leggjast upp í sófa undir teppi og hafa það 100% gott, eða allavega reyna það. Skelfileg tilhugsun reyndar að það sé ekki þáttur af Bræðrum og systrum í kvöld því þá vantar allt dramað í líf mitt þessa vikuna.
Hafið það gott í kvöld og njótið þess að vera ekki aum í skrokknum á morgun ....
Athugasemdir
Sammála með Brothers&Sisters ég og sonurinn erum alltaf ready fyrir þann þátt... kvöldið hefur því alveg farið um þúfur eða þannig... við mæðgin skelltum okkar í helgartiltektina
ég er svo líka sammála þér með nuddið... ætla pottþétt í nudd þegar skólanum lýkur.. því þá hef ég tíma til að slaka á
hafðu það gott rebbý mín
Berglind Elva (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:48
Hvað er Brother&Sisters?
Já, nudd.. það var einmitt nudd á heilsuvikunni í vinnunni, missti reyndar af því en á víst inni nudd í staðinn seinna meir :)
Vilma Kristín , 7.3.2008 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.