til lukku með daginn konur góðar ...

.. sérstaklega þið einhleypu konur, við fáum víst ekki mikið meira en kveðju frá vinkonu í tilefni konudagsins Tounge

Var í fjölskylduboði í gær þar sem umræðan fór að vera um aldur okkar systkinanna og hvernig stendur á því að börn þeirra bræðra minna eru að nálgast mig svona hratt í aldri. 
Verð að viðurkenna að þegar ég gifti mig 29 ára gömul þá hefði ég ekki trúað því að ég sæti einhleyp og barnlaus að verða fertug konan (já samt sko 55+ mánuðirnir í það ennþá) en svona veit maður aldrei hvaða spilum manni eru útdeild.
Komin tími þó að stokka spilin og nýta þetta tímabil mitt betur - að geta gert hvað það sem ég vil, hvenær sem ég vil.  Hvað eru ekki margir sem myndu kjósa það af og til Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Að vera einhleypur er sko flottast... held ég muni aldrei skipta því út!

Vilma Kristín , 24.2.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Bestu kveðjur til einhleypra kvenna, með heilum bílfarm af blómum! Ég hef aldrei gift mig en stalst samt til að eiga börn þarna á milli tvítugs og þrítugs... 

Laufey Ólafsdóttir, 24.2.2008 kl. 04:03

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er gott að geta gert það sem maður vill þegar maður vill og enginn situr heima í fýlu á meðan

Eigðu góðan dag  

Hrönn Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 11:50

4 identicon

eigðu góðan dag snúllan mín

Berglind Elva (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:55

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er sko betra að vera einhleypur, heldur en að búa með glötuðum manni.  Ég er heppin með minn.  Til lukku með daginn.  Flower

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Rebbý

já ég myndi ekki skipta þessu út fyrir hvern sem er.
búin að eiga líka bara þennan fína dag því einhleypar vinkonur hafa kíkt við og er svo að elda mér kjúklinga a la Anna Stína og bara að sjá núna vinkona hvort ég sé jafn klár og þú

Rebbý, 24.2.2008 kl. 18:07

7 identicon

Já verði þér að góðu!  Þú getur alveg eldað þetta!  Og til hamingju með daginn, vona að þú njótir hans!

Anna Stína (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:23

8 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Til hamingju með daginn:)

Gott að þú náðir að njóta hans:) 

Kolbrún Jónsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:53

9 Smámynd: Snjóka

Til hamingju með daginn :)

Snjóka, 24.2.2008 kl. 20:13

10 identicon

Anna Stína (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:16

11 identicon

Spakmæli dagsins:

Betra er autt rúm en illa skipað

Jóna Björg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:13

12 identicon

Meira segja er betra blautt rúm en illa skipað að mínu mati lol  en ég er líka formaður sítrónuklúbbsins fráskildra netbitra kvenna  

Lára (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:13

13 identicon

Það eru átta mánuðir í að ég verði fertug  ég var svo græn (þynnka dauðans) eða pipruð réttara sagt að ég mundi ekki eftir konudeginum, sé framm á að ég verði líka ein og blómalaus eftir tíu ár. Vonandi verður prinsessan okkar góð við okkur í ellinni og færir okkur blóm.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:03

14 Smámynd: Rebbý

prinsessan okkar er náttúrulega sætust - takk fyrir að eigna mér áfram hluta hennar
gott að við áttum allar góðan dag

Rebbý, 26.2.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband