hvar eru örlagadísirnar núna ...

"Ekki reyna að slást við mig um leigubílinn" var kannski ekki það gáfaðasta sem ég gat sagt við myndarlega manninn sem var næstur á eftir mér í leigubílaröðinni í nótt, en ekki hægt annað þar sem við hlógum að 3 einstaklingum sem voru að rífast um hver ætti leigubílinn sem þau höfðu öll sest inn í.

Ég fór í gær að horfa á Hibbu vinkonu syngja á Gauknum með nokkrum vinkonum og verð bara að viðurkenna að hún kom mér á óvart með sönghæfileikum sínum, en þarna var saman komin hópur að taka lögin úr myndinni The Commitments.
Það tók mig reyndar allan daginn að ákveða að nenna út úr húsi en sé ekki eftir því í dag.

Hef bara held ég aldrei farið í bæinn og séð og spjallað við svona mikið af myndarlegum mönnum.
Álögin með kvenfólkið er greinilega yfirstaðið, enda spjallaði ég við 4 mjög myndarlega menn og dansaði svo við nokkra í viðbót.

Nú bara sé ég eftir að hafa ekki náð að spjalla meira við þennan sem beið eftir bílnum með mér og hefði ekki átt að loka á eftir mér hurðinni því ég heyrði hópinn hans skammast í honum fyrir að hafa ekki farið með mér í bílinn þar sem daðrið milli okkar hafði ekki farið framhjá þeim.
Hvað gerir maður til að finna hann aftur?  
Auglýsi hér með eftir hjálp örlagadísanna við að finna aftur Kópavogsbúann sem var að koma úr fertugsafmælinu og var vísað úr leigubílnum með Hlöllabátinn sinn Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobb auðvitað áttirðu að spyrja hann hvort hann væri að fara í þína átt......

.....alltaf svo gott að vera gáfaður eftir á

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Rebbý

þessi elska spurði að því og við komumst að því að það passaði ekki að fara saman í bíl .... en hvaða máli átti það að skipta

Rebbý, 10.2.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

sammála.... hvaða máli skiptir það. 

Ég skal grennslast fyrir heh 

Kolbrún Jónsdóttir, 10.2.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpa stelpa stelpa......

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Obb obb obb.  Mín bara á lóðaríi. ? og bærinn fullur af fallegum tilkippilegum mönnum, hefði ekki verið slæmt að vera í bænum í gærkvöldi, þ.e.a.s. ef ég væri sóló og til í sætan kall.  Knús á þig darling og þú finnur hann ef þú átt að finna hann.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Vilma Kristín

Birtist hann ekki bara einn daginn ef hann á að verða þinn?  Eða kannski geturðu "Secretað" hann til þín... það má alltaf reyna

Vilma Kristín , 12.2.2008 kl. 08:39

7 identicon

Var hann nokkuð að koma úr fertugsafmælinu sem ég var með á Laugardaginn ??  Við vorum að halda upp á að kallinn minn er orðinn fertugur.  Ef hann var hjá okkur þá gæti ég komist að því hver hann er. Láttu mig bara vita ef ég á að fara á stúfana. HEHE

kv. Maja Ex Pwc

Maja Ex PWC (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:21

8 Smámynd: Rebbý

oh my god Maja - viss um að hann tengist þér þessi

Rebbý, 12.2.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband