Sit hérna heima í tölvunni í stað þess að liggja útaf í sófanum að horfa á eitthvað krassandi unglingaefni í sjónvarpinu því hingað kom óvart 5 ára dönsk dama í heimsókn til stjúpunnar minnar og þær eru að rembast við að tjá sig á sitthvoru tungumálinu og verð ég að viðurkenna að það er bara gaman að sjá til þeirra.
Litla daman er í pössun hjá ömmu og afa sem búa hér við hliðina á mér og sá til okkar koma heim.
Á hvaða tíma lífsins missir maður þennan hæfileika að sjá bara einhvern úti á gangi og segja hæ viltu vera memm (hvort sem það skilst eður ei).
Allavega erum við þrjár bara að njóta þess að vera inni meðan veðurhamurinn er úti og þær eru að horfa á 102 Dalamtiuhundar upp á dönskuna og mín þykist geta lesið textann bara því hann er á ensku.
Tungumálaséní hér
Athugasemdir
Notalega kósí hjá þér í rokinu, enda lítið annað að gera.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 21:44
Góð spurning!! Ætli það sé ekki þegar maður verður hræddur við höfnun.
Kveðja úr óveðrinu. Hér eru þrumur og eldingar
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 21:45
Danskan er nú skemmtileg... örugglega góð æfing að horfa á eins og eina mynd...
Vilma Kristín , 8.2.2008 kl. 21:55
æji hvað það er gott að hafa það kósý - það er allaveganna meira stelpupartý hjá þér en mér
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:25
Jeg kan snakke dansk efter en eller to
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.2.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.