... það skyldi þó ekki vera að þessu leiðindar tímabili þar sem kvenfólk hefur verið að áreita mig á böllum sé aflétt.
Skrapp með Vilmu beib í bæinn í gær að skoða mannlífið og hittum þar Hildi og Lindu vinkonur mínar og áttum þetta bara fína kvöld saman.
Röltum milli nokkra staða og dönsuðum alveg eins og vitlausar værum en viti menn, þetta skiptið kom engin ókunnug kona til að reyna við mig, né nein sem þurfi að tjá mér hvað líf mitt væri spennandi og frábært (hvaðan sem þær hafa haft þá vitneskju frá).
Fer nú óhrædd út á lífið næst þegar vinahópurinn ætlar að dansa og Hildur, Linda og Dóra það er kominn tími á okkur og Salsað á ný því það var greinilegt á dansgólfinu í gær að það þarf að æfa sporin reglulega.
Athugasemdir
Gaman hjá þér kæra Rebbý, farðu samt varlega.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:55
ohh ef ég vissi það Dúa mín þá hefði ég fyrir löngu hætt að senda ómeðvitað út þau skilaboð frá mér frekar þreytandi dæmi
Rebbý, 20.1.2008 kl. 23:24
hehehehehehe fyndið að vera áreitt af konum.....
.....eða kannski ekki?
Knús á þig sæta
Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 08:30
Það er nú gott að þessir straumar sem hún vinkona mín kom af stað skyldu vera að dala
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.