klaufinn ég ..

Það vantar stundum ekkert upp á glæsileika klaufaskaparins hjá mér Shocking

Eins og ég elskaði snjóinn í gær þá labbaði ég út um dyrnar heima hjá mömmu í gærkvöldi og þar var fullkomni maðurinn að bíða út í flotta nýja bílnum eftir kærustunni/vinkonunni/frænkunni (hvað stöðu sem hún fyllir í lífi hans) sem býr í næsta stigagangi. 
Ég er oft búin að sjá hann bæði þarna fyrir utan, út í búð og eins á djamminu og hann kinkar alltaf kolli - voðalega viðkunnanlegur - nema að núna kinkaði ég svo harkalega til hans kolli að ég flaug á hausinn aftur fyrir mig beint fyrir framan bílinn svo ég hvarf sjónum.

Hefði helst viljað skríða bara aftur fyrir bílinn hjá honum og milli bíla að bílnum mínum og láta mig hverfa, en ég kyngdi stoltinu og stóð upp, dustaði af afturendanum og bara hló að sjálfri mér.

Er lífið ekki til þess að hafa gaman að Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þú ert nú alveg met.... ég eiginlega hló upphátt:)

Kolbrún Jónsdóttir, 17.1.2008 kl. 12:58

2 identicon

Ég hló með þér  engum tekst þetta nema þér essskan

Jóna Björg (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:18

3 identicon

ha ha ha þetta er svo týpískt við!

Anna Stína (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skelli, skelli hló. Kom hann ekki út að kíkja á þig. Ég hefði legið aðeins lengur og látið hann svo hjálpa mér á fætur, er þetta ekki eigulegur gaur. Sætt af honum að nikka til þín, þetta gæti þróast :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

..........týpiskt!! ROTFL 





Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 16:09

6 identicon

fall er faraheill er það ekki annars.... ég roðnaði og sá fyrir mér mig í sömu aðstöðu .... er einmitt 2x búin að detta á hausinn á þessum vetri og ég man bar ekki eftir því áður að hafa dottið á hausinn í vetrarríki nema þá bara þegar ég var lítil

Berglind Elva (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Haha! Ég man nú samt eftir að vinkona sem ég átti í fyrndinni kynntist strák með því að renna á svelli og detta í fang hans. Veit ekki hversu lengi sambandið entist en sagan er góð!

Ég þekki þó kvenna best til klaufaskapar!

Laufey Ólafsdóttir, 18.1.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband