... og þökk sé sæta viðgerðarmóttökumanninum hjá B&L þá kann ég að setja bílinn minn í fjórhjóladrifið svo ég kemst allt sem ég hef þurft að fara.
Ekki að ég hafi haft mörg tækifæri til að nýta mér snjóinn þar sem það er bilað að gera í vinnunni en er þó búin að fara aðeins út í kanta á leiðinni að heima og í vinnuna og allstaðar þar sem ég finn smá snjó þá stefni ég beint á hann.
Naut þess líka ógurlega að labba út eftir hörkudag í vinnunni og standa úti í snjókomu að moka af bílnum og skildi varla snjókorn eftir á honum nema á toppnum því þetta var svo gott.
Nú er bara að bíða eftir helginni og vona að það verði ennþá snjór þá svo ég geti þóst eitthvað kunna ..... næ kannski samt að festa mig og fá hjálp frá einstaklega hjálpsömum manni
Athugasemdir
Moka snjó, moka snjó ég vil líka meir snjó.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:41
Elska snó? Ertu ekki að grínast? Vonandi... Nei, hann á að vera farinn fyrir helgina... ég nenni ekki að bögglast í háum hælum í sköflum uppað hnjám
Vilma Kristín , 16.1.2008 kl. 23:48
Elska líka snjóinn - það er svo skemmtilegt að senda sætum strákum ískalt bros þegar maður mætir þeim í fannfergi ;)
Knús á þig sæta
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 09:07
Snjór er yndislegur. Óð hann næstum upp að hnjám í morgun þegar ég fór með hundinn í göngutúr. Gæti ekki verið skemmtilegra, bæði fyrir hunda og menn luvly alveg
Jóna Björg (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.