gleymdi að daðra við lögguna

Nú er ár síðan ég átti fyrstu nóttina mína í íbúðinni minni.   Fyrsta íbúðin sem ég á bara ein og ég man enn hvað það var nice að labba hérna inn, setjast á tómt gólfið og hugsa ..... þetta er mitt.

Ég var ekkert voðaleg lengi að koma mér fyrir og finnst íbúðin mín vera yndislegasta skot bæjarins (skot þar sem hún er svo lítil)   En ég er líka búin að sjá að skotið mitt er í einni verstu sameign landsins. 
Hér eru lögreglubílar fyrir utan hús allar helgar og maður kippir sér ekki lengur upp við að sjá þá fyrir utan og í dag brá mér bara ekkert þegar þeir bönkuðu uppá hjá mér.

Hafði heyrt hér í húsinu sögur af því þegar slökkviliðið braust inn í íbúðina mína til að athuga með reyk sem barst frá húsinu, en í dag hafði verið tilkynnt um innbrot og þeir voru bara ekki með það á hreinu hvar brotist hafði verið inn svo þeir könnuðu allar íbúðir og tékkuðu hvort við hefðum heyrt eitthvað.  
Engin kannaðist við innbrot og allt virtist í sóma, bara hrekkur væntanlega en ég klikkaði á að nýta mér tækifærið og daðra við þá þar sem menn í einkennisklæðnaði eru náttúrulega bara flottir .....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður á alltaf að daðra við lögguna  klaufi ertu   Sheriff 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æ Nei ekki lögguna þeir eru svo leim......

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 21:08

3 identicon

Rebbý mín, þú ert greinilega að komast úr æfingu!! Ég held að þú þurfir að fara að endurskoða ýmsa hluti, ha?!?!

Jóna Björg (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Rebbý

já Jóna, ég þarf að fara að skoða mín mál, maður á að daðra við strákana !!!!

Rebbý, 16.1.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband