jæja gott fólk, fór óvart að skoða nýtt sjónvarp því litla 21" mín er eitthvað farin að minnka svo mikið að ég get ekki lengur lesið textann þegar á þarf að halda.
Fór og fann Toshiba tæki sem ég gæti alveg hugsað mér að eiga og kostaði svosem ekki mikið í búðinni, en þegar heim var komið (án tækisins sem betur fer) tók ég málið á hillusamstæðunni og komst að því að tækið yrði helvíti (afsakið orðbragðið) dýrt.
Ég þyrfti að kaupa mér nýja hillusamstæðu undir tækið og þar sem hún er í stíl við borstofusettið þá þyrfti ég að endurnýja það líka. Ekki að ég hefði neitt mikið á móti því ef ekki þyrfti að borga það.
Svo í ofaná lag þá er stofuborðið og hliðarborðið alveg í stíl við borðstofusettið og eins sófasettið.
Nú er bara tvennt að spá:
- Halda gamla tækinu og eyða engu
- Kaupa nýtt tæki og endurnýja öll húsgögnin mín
Hvar skyldi ég enda .....
Athugasemdir
Finna tæki sem passar í sjónvarpsskápinn Húsgögnin þín eru of sæt til að endurnýja þau
Anna Stína (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 08:09
leyfa því gamla deyja - fullnýttu og þá verður þú kannski búin að spara fyrir nýjum húsgögnum ....
Berglind Elva (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:22
Náttúrlega slæmt mál að geta ekki lesið textann!! En að færa sófann nær sjónvarpinu eða endurhanna skipulagið? Bara sona smá hugmyndir því það er verulega slæmt að þurfa að fara að skipta út öllum húsgögnum til að sjá á sjónvarpið ;).
Dóra Valg (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 15:55
vá - þekkið þið mig ekki neitt!!!
Spara er ekki til í orðabókinni minni og fátt skemmtilegra en að breyta öllu heima við
Takk samt fyrir góð ráð - þó ég sé ekki viss um að nýta mér þau
Rebbý, 12.1.2008 kl. 16:06
kaupa ný húsgögn
Kolbrún Jónsdóttir, 12.1.2008 kl. 18:10
....en gleraugu? Eru þau inni í myndinni?
Knús á þig sæta
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 12:51
Svona erum við Selfyssingar, ég ætlaði einmitt að stinga upp á nýjum gleraugum. láttu svo tækið bara deyja sínum dauðdaga, mundu bara að vera með reykskynjara. ba-bú ba-bú
Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 16:42
já, nenni aldrei með gleraugun heim, þau eru bara í vinnunni prufa það ráð kannski bara í vikunni.
Rebbý, 13.1.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.