... entist ekki lengi hjá mér núna frekar en áður.
Þið sem voruð með mér hér í byrjun sáuð að ég gaf alveg karlkyninu séns á að kynnast mér og heilla mig (þeir náttúrulega heilluðust um leið sjálfir - þarf vart að taka það fram) með mjög svo misjöfnum árangri.
Eftir nokkuð mörg mislukkuð stefnumót þá bara gafst ég upp og lét þá eiga sig, sá að það var enginn þarna úti tilbúinn fyrir frábæra stelpu eins og mig.
Ég svosem viðurkenni að ég kíkti af og til enn inn á þann soramiðil sem Einkamal.is er orðin til að daðra við þá enda þjáist ég af daðurþörf mikilli Ekki hægt að leggja hana alla á samstarfsfélaga og aðra tengda vinnunni.
Nú aftur á móti ákvað ég það í einsemdinni sem gerði vart við sig yfir hátíðirnar (því vissulega var enginn heima þegar fjölskylduboðunum lauk) að ég hefði kannski verið full kröfuhörð og það væru nú 2 strákar sem ég hafði gaman af að spjalla við á msn sem vildu endilega hitta mig svo því ekki bara að slá til.
Sá sem var hvað mest spennandi fékk að hitta mig á Nýjársdag - hvorki meira né minna. Skruppum í smá bíltúr og spjölluðum og ég sá að hann var ekki alveg strákurinn sem ég hafði talið hann vera og var bara engan veginn að heilla mig.
Sá seinni fékk að hitta mig eftir vinnu 2. janúar og þar sem ég tafðist aðeins í vinnunni þá bara ákvað ég að vera hetja og bjóða honum bara heim þar sem ég hafði reyndar takmarkaðan tíma. Ég hafði spjallað við hann í síma svo ég þóttist nú aðeins vita við hverju var að búast.
Þegar ég legg bílnum fyrir utan heima þá bíður hann þar fyrir utan (flott mál að hann væri þetta spenntur) og er bara hinn myndarlegasti strákur, smart klæddur, gelað hár og ekki vitund feiminn.
Við setjumst inn í stofu með drykkjarföng og spjöllum og bara fullt af neistum á flugi. Ég varð voðaleg sár yfir að hafa verið búin að plana kvöldið og var mikið að spá í að hringja og fresta heimsókninni þegar þessi elska segist þurfa að fara, hann eigi að vera kominn út í bæ sjálfur eftir skamma stund því annars verði konan hans bara fúl.
Ef þetta er það sem markaðurinn þarna úti bíður uppá þá verð ég aldrei aftur tilbúin í karlmenn ....
Flokkur: Bloggar | 6.1.2008 | 18:15 (breytt kl. 18:19) | Facebook
Athugasemdir
heheheheh eða bloggvinahitting?
Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 19:21
Þinn tími mun koma:)
Kolbrún Jónsdóttir, 6.1.2008 kl. 19:26
Já, það er þetta með þessa giftu... þeir virðast alltaf eitthvað vera að þvælast fyrir blessaðir.
En hvað segirðu um það Rebbý að við notum þetta ár til að vera frumlegar að komast í kynni við hitt kynið? Þetta er nefnielga árið sem ljónin ætla að láta til skarar skríða... Ef við leggjum hausinn í bleyti er ég viss um að við finnum uppá sniðugum stöðum að kíkja á
Vilma (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 19:27
Dúa - stofnum gönguklúbbinn alveg bara NÚNA
Það hlýtur að koma að bloggvinahitting Hrönn og væri bara gaman að sjá ykkur
Kolla - sjáum til hvort ég eigi tvo sénsa og minn tími komi þá aftur
Vilma - ég er með eins og alltaf þú og þín yndislegu ljón látið ykkur detta eitthvað frumlegt í hug.
Rebbý, 6.1.2008 kl. 19:39
Þetta er engin dans á rósum að finna þann rétta - loksins þegar maður telur sig vera búin að finna þann rétta þá fer allt útum þúfur...
ein í sárum
Berglind Elva (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 19:43
Karlmenn eru eins mismunandi eins og þeir eru margir, samt held ég að það sé mun meira til af skíthælum. Ég var heppin með minn núverandi. Ætla ekki að sipta sjálfviljug. Vandaðu valið krúttið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 22:24
Hefði ég þokkalega rotað hann
Helga Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:07
Jahérnahér! Knús á þig, segi bara eins og Helga; hefði rotað hann og tel mig nú ekki vera ofbeldisfulla ;o). En greinilega ekki nógu góður fyrir þig, það er eitthvað betra eintak sem bíður þín.
Dóra Valg (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:00
Díses kræst! Gef honum samt plús fyrir hreinskilnina. Margir uppljóstra þessu með konuna ekki fyrr en á fimmta stefnumóti.
Hvar skráir maður sig í "gengið"? Ég geng fram af flestum karlmönnum ...sumum konum líka. Gott að hafa félagsskap í prósessnum.
Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:51
...og gleðilegt ár og takk fyrir bloggvináttuna
Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:52
flottastar Dúa og Laufey og Hrönn og Berglind og Vilma - stöndum okkur vel í kk leysinu
Rebbý, 9.1.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.