fyrst til að fá fréttirnar ...

... um væntanlega fjölgun í fjölskyldunni næsta sumar en það var bara af því ég opnaði jólakortið frá frænda snemma á Aðfangadagsmorgun.

Ég sem sagt er að verða afasystir og hlakka bara til þó mér finnist það samt merki þess að allavega 10 ár hafi bæst á mig bara með opnun eins korts.

Á Þorláksmessukvöld fór ég að kveðja stóra bróðir þar sem hann ákvað að eyða næstu vikum erlendis.  Fór að leyfa honum að opna pakkann sinn og var reyndar næstum því búin að rífa pakkann af honum þar sem hann stendur ekki í sömu sporum og hann gerði þegar ég keypti hana.   Hluti af gjöfinni var nefnilega bolur sem á stóð PIPARSVEINN en í millitíðinni er hann búinn að hitta konu sem ég gæti hvað best trúað að það yrði eitthvað úr.

Svo kom Aðfangadagsmorgun og ég gerði eins og ég hafði lofað sjálfri mér fyrir nokkru.  Ég vaknaði seint og hitaði mér kakó og náði í smákökuboxið mitt, fór með sængina fram í stofu og setti Miracle on 34th street í tækið.   
Kakóið var ekki gott og smákökurnar vildu ekki niður í morgunmatinn svo ég endaði með ristað brauð og mjólk en myndin var samt jafn sæt og alltaf.
Eftir myndina opnaði ég jólakortin og eins og ávalt fékk ég eitthvað af samviskubiti þar sem nokkur kort komu frá vinum og kunningjum sem ég hafði ekki sent til.   

Eftir þetta tók ég mig til og fór til stjúpunnar með pakkana hennar og fékk fullt af knúsi og kossum frá dömunum þar, og svo fór ég að ná í mömmu gömlu því okkur var boðið í mat til yngri stóra bróðurs og hans fjölskyldu.
Það er ekkert smá gaman að eyða Aðfangadegi þar sem börn eru því spennan yfir pökkunum er svo skemmtileg.   Hamagangurinn við að opna pakkana var reyndar aðeins of mikill þar sem við náðum að kveikja í jólapappírnum en það slapp allt vel enda heill einn einstaklingur sem brást rétt við og hljóp með pappírinn út á svalir í snjóinn meðan við hin bara pötuðum út í loftið og panikkuðum.   

Á jóladag fór ég svo og skautaði á bílnum mínum til mömmu og með hana upp í kirkjugarð sem er okkar hefð og svo heim til hennar að stækka borðstofuborðið og leggja á borð meðan hún kláraði að elda jólasteikina ofan í fjöldann.   Fjöldinn varð ekki sá sami og hin árin þar sem stóri bróðir er farinn til útlanda og börnin hans og tengdabörn komu heldur ekki í jólamatinn því færð var ekki góð og við vildum heldur bara fá þau síðar í heimsókn.  
En við vígðum loksins jólagjöfina hennar og það kannski bara vel viðeigandi að gera það á jólunum
Gjöfin var brilliant og svo fór jóladagskvöldið bara í frágang með henni og uppvask.   Sé að á næsta ári þarf að gefa henni uppþvottavél svo tiltektin verði ekki alltaf svona mikil vinna.

Dagurinn í dag er svo bara búinn að fara í ekki neitt alveg eins og hann átti að verða.  Verður erfitt að vakna til vinnu á morgun eftir heila viku í að sofa út og leika sér.

Vona að jólin ykkar hafi verið yndisleg líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega bara góðir dagar hjá þér. Gott að þú nýtur frísins, alltaf gaman að verða afa systir, ég verð það víst aldrei, enda á ég engan bróður

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með að verða afasystir. Það er satt maður eldist heilmikið við þennan titil, annað mál hvort maður þroskast nokkuð við hann

Gleðilegan vinnudag og knús á þig sæta

Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 23:27

3 identicon

Til lukku afasystir - þú verður bara virðulegri með þenna titil  sé að þú hefur átt góð jól. Það sama á við hér - erum búin að hafa það huggulegt í sveitinni. kem reyndar í bæinn í dag til að vinna smá og fer aftur í sveitina þegar ég er búin að vinna á morgun.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:28

4 identicon

Jahá, afasystir. Elskan mín, þú hefur bara elst um 10 ár meðan þú last á kortið, svo fuku þau af meðan þú lokaðir kortinu aftur. Mér líður allavega ekki eins og gamalmenni (ef 10 + 25 ár flokkast undir það heiti) nálægt þér ;o).
Elsku Rebbý, takk fyrir árið og ég hlakka til að hitta þig á nýja árinu.

Dóra Valg (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband