það er uppreisn í mér ...

... því í gær tók ég fram jólatréð og skreytti Gasp
Þetta mátti aldrei fyrr en á Þorláksmessu í minni sambúð en ég bara var of forvitin að sjá hvernig litla sæta jólatréð mitt myndi koma út í litlu stofunni minni.  (bara flott að sjálfsögðu)

Annars átti ég yndislegan frídag í gær.  Vaknaði seint og gerði fátt markvert nema kannski það að kaupa handa sjálfri mér jólagjöf Kissing

Fékk næstum því 100% frið frá vinnunni, en þegar Fjármálastjórinn hringdi í mig úr borðsímanum mínum þá hugsaði ég aðeins of lengi um hver ætti eiginlega þetta númer (ég náttúrulega hringi aldrei í það) að ég gleymdi að ég væri að leggja í stæði á Laugaveginum og keyrði bara á eitt stórt kyrrstætt tré.   
Er að sjálfsögðu áhyggjufull hvort það hafi nokkuð fengið lost, klappaði því aðeins þegar ég fór út úr bílnum og það sá ekki mikið á því.   Mesta lagi að það verði smá mar, en ég mun kíkja reglulega í bæinn að heimsækja það fram á vorið til að tryggja að það laufgist á ný.

En best að fara að koma sér í sturtuna þennan daginn og fara á meira flakk, eyða meiri peningum eða hvað eina sem manni dettur í hug að gera í jólafríi Tounge

Njótið ykkar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe fyndið hvað maður þekkir aldrei sitt eigið númer......

Gott að þú ert góð við trén. Það á að vera góður við náttúruna. Hvar sem hún birtist

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Tree 3  gott að þú meiddir ekki tréið.  Njóttu frídaganna og feldu bara símann   Phone Shocker  maður getur orðið þreyttur á síma spjalli.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 12:15

3 identicon

Njóttu dagsins mín kæra.  Ég er auðvitað í vinnunni í nettu letikasti og er að vona að fá að fara snemma heim....

Jóna Björg (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rebbý mín, raninn er flottastu upp eins og sumir ónefndir líkamshlutar á þeim sem maður elskar ( allavega í það og það skiptið) nei annars, djók, þetta er rétt hjá þér með ranann, held að flestir mínir séu þannig allavegana þessir 32 sem ég sé héðan úr lazy girl sófanum mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 19:26

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.12.2007 kl. 02:54

6 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Merry Chrismas sweety:)  Hafðu það gott um jólin og kysstu mömmu þína frá okkur.

Kolbrún Jónsdóttir, 24.12.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband