Þarna kemur að máli sem ég þekki dálítið enda hef ég gengið í gegnum nokkrar tæknifrjóvganir sökum ófrjósemi vegna "sjúkdóms" sem nefnist Fjölblaðraheilkenni á eggjastokkum, en það vill svo til að hluti af einkennum "sjúkdómsins" er hæg brennsla og fitusöfnun á búk en ekki útlimum.
Eftir að hafa farið í gegnum 3 tæknifrjóvganir þar sem ein heppnaðist og ég fékk að njóta þess í 11 vikur að heita barnshafandi áður en fósturlát varð, þá voru þessar reglur settar upp og læknirinn hefði ekki getað sagt mér neitt sem hefði haft eins slæm áhrif á geðheilsuna mína því hann sagði mér einnig að það væri mun erfiðara fyrir konur með þennan sjúkdóm að losa sig við aukakílóin vegna þess hve brennslan er hæg.
Það er sárt að vera dæmdur til að lifa án þess að eiga barn vegna líkamsbyggingar og tala nú ekki um þegar horft er á uppeldi (eða réttara sagt skort þar á) sumra foreldra sem geta hrúgað niður börnum óáreitt.
Að lokum þá var einn punktur svo enn sem fór öfugur ofan í mig í hvert sinn sem ég borgaði fyrir meðferð og það var að á öðrum stað á spítalanum fóru konur frítt og fengu fóstureyðingu og ég þekki til 2ja kvenna sem hafa sagt hreint út að þær nenni ekki að nota getnaðarvarnir, fóstureyðing sé ekkert mál.
Hvar er réttlætið í þessum heimi ....
Feitar fá ekki tæknifrjóvgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 20.12.2007 | 11:39 (breytt kl. 11:46) | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér
Jóna Björg (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:54
Það er ósköp lítið réttlæti fólgið í þessu allavega!!
Knús á þig sæta mín
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 13:07
Þú átt alla mína samúð. Bæði hvað varðar barnaleysið og fóstureyðingarnar.
Björn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:08
Óréttlátt! óréttlátt! verð bara pirruð á að heyra svona en allaveganna veit ég að þú myndir standa þig með prýði í barnauppeldinu það er alveg klárt
hafðu það gott mín kæra
Berglind Elva (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:31
Já þetta er alveg skelfilega óréttlátt! Þú kemur og knúsar Dodda þegar þú vilt, krúttið mitt! Átt nú aðeins í honum
Anna Stína (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:09
Hrikalegt óréttlæti - það ættu allir að eiga séns - of mikil forræðishyggja! Það er mín skoðun að það sé allt allt of auðvelt fyrir kærulausa að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn - sem er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Vilma (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 18:21
Rosalega er þetta óréttlátt. Alveg óþolandi örugglega fyrir þig og alla sem þurfa að standa í þessu. Vona að eitthvað breytist samt til batnaðar gullið mitt. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.