eftir mikla vinnutörn hef ég ákveðið að taka mér langt jólafrí
Kom heim núna um 18 í kvöld alveg búin að gera helling síðustu 3 daga og bara hamingjusöm með útkomuna.
Ætla mér að eiga nokkra daga bara í að gera ekkert áður en jólin koma því svo verður action eftir jólin í vinnunni og best að vera búin að keyra niður stressstigið áður en að því kemur.
Set stefnuna á að vakna seint á morgun og fara svo bara á eitthvað flakk í rólegheitunum og kaupa síðustu jólagjöfina og jafnvel sjá hvort ég finni engil á toppinn á jólatrénu.
Annars er ég aðallega að bíða eftir aðfangadagsmorgni þar sem stefnan verður á að skríða fram úr seint og horfa út um gluggann minn á fallega jólasnjókomu meðan ég hita mér kakó og fá mér smákökur og setjast svo í sófann með sængina mína og setja Miracle on 34th street í tækið og njóta þess að horfa á þessa fallegu mynd.
Vona að þið hin farið ekki með ykkur í jólastressi næstu daga
ps Berglind, mig vantar leyniorðið þitt ef þú kemur og lest þetta.
Athugasemdir
Hljómar vel, dáist að fólki með sjálfstjórn í svona.. góða afslöppun :)
Vilma Kristín , 19.12.2007 kl. 22:22
Svona aðfangadag langar mig líka í, þetta kemur.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 22:29
Vilma mín, þetta er þroski - læddist næstum út með gögn til að geta staðið í afstemmingum heima og svo sjáum við til hvort ég verði búin að tengja mig niður eftir áður en að helgi kemur.
Rebbý, 19.12.2007 kl. 23:49
Hafðu það gott mín kæra og gleðileg jól, hlakka til að gera svipað og þú.
ps. orðið er skessa - veit að það er gróft en það er satt
Berglind Elva (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 03:52
ohhhh það er svo falleg mynd!! Ég skæli alltaf yfir henni
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.