mæðgnakvöld í gær

Fékk 2 sett af mæðgum til mín í mat í gærkvöldi og átti frábæra stund með þeim.
Þetta var stjúpan mín og mamma hennar, móðursystir og frænka.

Umræðurnar fóru í hinar ýmsu áttir við matarborðið og það var ekki síst talað um hvað við ættum sérstakt samband allar því þetta gerist held ég ekki á mörgum heimilum að sambandið haldist við barnsmóður fyrrverandi makans hvað þá að það teygi sig svo yfir til hennar nánustu.
Stjúpan varð líka voðalega hissa þegar hún komst að því núna að ég hafði séð fæðinguna hennar á vídeói því pabbi hennar var að tjá henni að hann hefði aldrei séð myndbandið - sem reyndar er ekki rétt hjá honum.  
Ég rifjaði líka upp fyrir hana hvernig það var þegar við sóttum hana í fyrsta sinn og bæði hún og mamma hennar voru að heyra í fyrsta sinn hvernig sá sólahringur sem við höfðum hana þá hafði gengið, en litla skinnið grét og grét þegar heim kom og pabbinn flúði bara út en svo kíkti gamlan mín í heimsókn, tók hana úr fanginu á mér og daman þagnaði strax.   
Það hefur líka alltaf verið sérstakt samband milli stjúpunnar og "ömmu hennar"

Eftir matinn settust dömurnar niður og fóru að horfa á dvd en við eldri stelpurnar sátum áfram við borðstofuborðið og spjölluðum um daginn og veginn.
Enn og aftur fór umræðan út í hvar einhleypir karlmenn halda sig eiginlega því þær eins og ég kynnast bara lofuðum mönnum.  
Ekki að þeir séu allir að reyna eitthvað en allt of margir þeirra segja það ekki vandamál í þeirra augum þó þeir séu ekki einhleypir.
Held bara að málið sé að verða það að stofna allsherjar singlesklúbb með vinum og vinkonum sem taka svo með sér vini og vinkonur og þá kannski kemur nýtt blóð inn í hópinn sem gaman gæti verið að kynnast betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sérstakt og fallegt samband sem þú átt þarna við þessar stjúpur og frænkumæðgur

Líst vel á þessa hugmynd með klúbbinn - gæti tekið að mér að vera fundaritari

Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott samband í gangi þarna og til eftirbreytni.  Ég á sem bsetur fer gott samband við barnsmæður mínar (mannsins míns) alveg nauðsynlegt til að börnunum líði vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Vilma Kristín

Lýst vel á klúbbinn!

Vilma Kristín , 16.12.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Snjóka

Líst mjög vel á klúbbinn, óska eftir inngöngu 

Snjóka, 16.12.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Líst vel á klúbbinn, ég skal vera fluga á vegg.

Þröstur Unnar, 18.12.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mér finnst þetta alveg ótrúlega flott hjá ykkur.... keep on

Kolbrún Jónsdóttir, 18.12.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband