Draugagangurinn

Ég vinn á frekar afskekktum stað í Reykjavíkinni og eitthvað hefur verið talað um draugagang í húsnæðinu en ég hef svosem ekki mikið orðið vör við hann, kannski af því ég reyni að kenna gömlum pípulögnum og opnum gluggum um óhljóðin sem heyrast þegar ég er ein í húsinu eða einfaldlega ég búin að sannfæra mig um að kalda klappið sem ég fékk á kollinn í mötuneytinu hafi verið eindæmi.
Hef reyndar komið að draugunum þar sem þau/þeir/þær ætluðu að eiga rómó kvöld í mötuneytinu því eitt skipti þegar ég kom þangað að bera inn veitingar fyrir samkvæmi á laugardagskvöldi þá logaði á kertum á borðinu og enginn í húsnæðinu.

Veðurofsinn vakti mig snemma í morgun og þar sem ætlaði snemma heim þá ákvað ég að mæta bara extra snemma og klára daginn með stæl.    Æddi í sturtuna og hljóp út í bíl, keyrði með rúðuþurrkurnar á fullu og söng hástöfum með útvarpinu.
Þegar ég keyrði svo að vinnustaðnum fór að fara um mig þegar ég sá að öll ljós voru úti í nágrenninu en samt var smá skímu að sjá innan úr húsnæðinu.
Var ég enn að koma að skemmtun hjá draugunum? 
Hverslags partýljón eru þetta sem hafa búið um sig þarna eftir andlát sitt?
Ég kíkti í kringum mig í bílnum, að vandræðast með hvaða vopn myndu duga til að leysa upp draugafögnuð  Woundering   Bý nú einu sinni í partýblokk svo væri ekki eftir mér að vinna á partýstað líka?

Endaði þó með að fara tómhent að útidyrahurðinni, tók nett í handfangið en hún reyndist þá ólæst og þegar inn kom biðu 3 vinnufélagar sem einnig höfðu vaknað óvenjusnemma og ætt af stað til vinnu. 
Þar sem engin vasaljós fundust höfðu þau kveikt á kertum og sátu bara í rólegheitum að spjalla.

Dagurinn endaði reyndar bara sem rólyndisdagur og ég fór snemma til að ná mér í jólaklippinguna svo næst þegar ég verð vör við draugana þá allavega lít ég vel út Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Draugar eru góðir, oftast, ef þú ert hrædd við þá skaltu gera krossmark og eina bæn, það lagar ástandið.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Það eru örugglega draugar draugar fortíðar í húsinu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.12.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband