söng með Páli Rósinkranz og það skammaði mig enginn ...

... kannski var því um að kenna að ég var á jólatónleikum Hvítasunnusafnaðarins og það heyrði enginn í mér fyrir kórnum Whistling  en allavega - núna hef ég upplifað að syngja með einum af mínum uppáhalds söngvurum.

Vinkona mín lét mig vita á mánudag að hún hefði keypt fyrir okkur miða á jólatónleikana og þar sem ég er enn að læra að njóta bara stundarinnar þá auðvitað fagnaði ég þessu tækifæri til að prufa eitthvað nýtt í jólaundirbúningnum.

Fljótlega eftir að kórinn og hljómsveit voru komin upp á svið þá byrjaði gæsahúðin. 
Held hreint út sagt að hún hafi bara komið fram áður en þau byrjuðu að syngja og rosalega var gaman að heyra að það var búið að íslenska texta á mörgum þekktum erlendum jólalögum.  
Það eru alltaf einhverjir gestasöngvarar sem mæta til þeirra og það stóðu sig allir vel (ætla ekki að kjafta öllu fyrir þá sem eiga eftir að mæta) en Páll Rósinkranz stóð uppúr hvað mig varðar enda hef ég alltaf elskað hann, bæði í Jet Black Joe og eins núna eftir að hann hóf sólóferilinn.

Allir sem hafa farið vita að þetta er snilldarstund sem maður upplifir þarna hjá þeim og þið hin sem hafið bara séð þau í sjónvarpinu á jólunum, munið að ári að mæta á svæðið. 
Þið sem hvorugt hafið gert  -  stillið á RÚV á Aðfangadagskvöld og sjáið þá, eða Jóladag þegar tónleikarnir verða endursýndir

Þessir tónleikar verða framvegins árlegur viðburður hjá mér og hver veit nema maður kanni þau betur enda gospelsöngur bara frábær tjáning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég koma með þér næst?  Ég fór á Sálina og gospel í Höllinni og það voru geggjaðir tónleikar.  Fékk líka gæsahúð enda eru þau æðisleg í þessum gospelkór.

Jóna (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvitasunnukórinn er flottur trúi að þú hafir átt ljúfa stund. Maður fyllist af gleði og eldmóð og líka kærleik að hlusta á þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 20:17

3 identicon

geggjað - skil vel að þú hafir fengið gæsahúð - alltaf tilkomu meira svona lifandi en í sjónvarpi - samt get ég alltaf fengið gæshúð frá tónleikum frá Fíladefíunni þegar þeir eru sýndir í sjónvarpinu.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:54

4 Smámynd: Vilma Kristín

Ok, kannski séns að ná endursýningunni. Treysti á að þú hafir vinkað og vinkað til að það sé auðveldara að sjá þig...

Vilma Kristín , 10.12.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband